Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

American Beauty 1999

Frumsýnd: 28. janúar 2000

Líttu þér nær... / ... look closer

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Lester Burnham er með gráa fiðringinn og á í tilvistarkreppu og það hefur áhrif á líf fjölskyldu hans, sem samanstendur af kvikindislegri eiginkonu hans Carolyn og uppreisnargjarnri dóttur, Jane, sem hatar hann. Carolyn er fasteignasali, á kafi í vinnu, sem tekur upp ástarsamband við annan fasteignasala, Buddy Kane. Á sama tíma er Jane að verða ástfangin af... Lesa meira

Lester Burnham er með gráa fiðringinn og á í tilvistarkreppu og það hefur áhrif á líf fjölskyldu hans, sem samanstendur af kvikindislegri eiginkonu hans Carolyn og uppreisnargjarnri dóttur, Jane, sem hatar hann. Carolyn er fasteignasali, á kafi í vinnu, sem tekur upp ástarsamband við annan fasteignasala, Buddy Kane. Á sama tíma er Jane að verða ástfangin af Ricky Fitts, skrítna stráknum í næsta húsi, sem er eiturlyfjasali og heimildamyndagerðarmaður og býr ásamt ströngum föður og móður sem segir fátt. Tilvistarkreppa Lester rekur hann í að umbreyta lífi sínu. Hann hættir í vinnunni og fær sér vinnu á skyndibitastað. Hann byrjar að stunda líkamsrækt til að ná athygli Angela, vinkonu Jane, sem montar sig af kynferðislegum sigrum sínum um hverja helgi. Líf fólks breytist, en hugsanlega ekki til hins betra. ... minna

Aðalleikarar

Kevin Spacey

Lester Burnham

Annette Bening

Carolyn Burnham

Thora Birch

Jane Burnham

Wes Bentley

Ricky Fitts

Leon Birnbaum

Angela Hayes

Peter Gallagher

Buddy Kane

Björk

Barbara Fitts

Allison Janney

Barbara Fitts

Chris Cooper

Colonel Fitts

Scott Bakula

Jim Olmeyer

Sam Robards

Jim Berkley

Ara Celi

Sale House Woman #1

Tommy Swerdlow

Sale House Man #1

Fort Atkinson

Sale House Man #2

Sue Casey

Sale House Woman #2

Kent Faulcon

Sale House Man #3

Amber Smith

Christy Kane

Joel McCrary

Catering Boss

Leikstjórn

Handrit


Gagnrýnin gæti orðið soldið öðruvísi en vanalega, vildi bara taka það fram. Þegar ég sá American Beauty fyrst árið 2000, þegar hún kom út á videó, fannst mér þessi mynd alveg stórkostleg bíómynd. En þegar ég horfði á þessa mynd um daginn, þá fór ég að sjá allt annað út en innantóma bíómynd. Hún hefur svo margt að segja, og er dýpri í pælingu en mann grunar. Hljómar skrýtið en satt. Myndin er ekki hrædd við að sýna fólki hversu gott og slæmt það er að lifa hér á blessuðu jörðinni okkar. Já, lífið getur verið mjög fallegt á marga vegu, en lífið getur líka verið erfitt og átakanlegt. Við eigum öll okkar sæludaga og höfum það gott, en það á líka til að við missum ástvini og einhverjir hræðilegir hlutir gerast. Svo finnst mér myndin láta mann hugsa sig um: Hvað vil ég? Hvað ætla ég mér að gera við líf mitt? Vil ég eignast stórt hús, vil ég góða vinnu og konu og há laun? Hvað er það sem er verðmætt í lífinu? Hver er tilgangur lífsins? Og finnst mér myndin vera segja við mann: Vertu frjáls, gerðu það sem þú vilt. Láttu engann stoppa þig og þín markmið. Be your own KING. Ég lít ekki á þetta sem bíómynd lengur, ég lít meir á hana sem gott kennslumyndband um hvernig maður á að lifa. Hún kennir manni að maður eigi að lifa lífinu til hins fullnusta, og njóta þess. Og sem þannig mynd, er hún einstök. En aðeins um myndina. American Beauty hefur alla þá góðu eiginleika sem einkennir sanna Óskarsmynd: Leikstjórn Sam Mendez er stórkostleg, handrit Alans Ball er einstaklega frumlegt og örugglega með bestu handritum sem hafa verið skrifuð, kvikmyndataka mjög góð, tæknivinna er frábær, húmorinn er algjör snilld, persónusköpun sú besta sem ég hef séð í bíómynd og sum atriði eru einstaklega vel stílfærð. Svo eru það leikararnir, og þvílíkur hópur þar á ferð. Þar fer helstur Kevin Spacey, sem er alveg magnaður í hlutverki Lester Burnham. Ótrúlegt hvað hann nær að skapa skemmtilegan karakter, og er alveg á því að þetta er hans langbesta frammistaða á hans ferli (með Usual Suspects). Annette Benning er einnig í stuði sem Carolyn kona Lesters, og kom það mér á óvart af hverju hún vann ekki Óskarinn. Thora Birch er sannfærandi sem dóttir Lesters og Mena Suvari er góð í hlutverki vinkonu hennar. Svo er fullt af góðum aukaleikurum með góðar frammistöður, s.s Peter Gallagher í hlutverki Real Estate King og Chris Cooper í hlutverki fyrrverandi hermanns sem er nýfluttur í hverfið hjá Lester. Svo er strákurinn sem leikur son Chris fínn. Lokaniðurstaða: American Beauty er áhrifarík og kraftmikil mynd sem er vel að Óskarsverðlaununum komin og mun ekki skilja neinn eftir ósnortinn. Í einu orði sagt: PERFECTION. 4 stjörnur. Og algjört skylduáhorf.

Sorry gott fólk en þessi mynd er drasl. Arfaslöpp og drepleiðinleg. Segir frá einhverjum náunga(sem Kevin Spacey gerir alveg óþolandi og pirrandi) sem skyndilega snarbreytist og hegðar sér eins og fáviti og byrjar að nota kannabis og hrífst af dóttur vinkonu sinnar og það er svona hér um bil öll beinagrindin. Það hefði verið hægt að gera svo mikið mikið betri mynd úr þessum efnivið en því miður er myndin eitthvað svo þunn og það lítur út fyrir að handritið hafi verið skrifað á tíu mínútum því það er ekkert vandað við umgjörðina. Og skil ég það rétt að American beauty hafi fengið fimm óskarsverlaun á sínum tíma?! Er ekki alltílæ?! Það sárafáa góða við þessa mynd er að einstaka sinnum glittar í áhugaverð samtöl(bara alls ekki nógu oft) og svo verð ég að segja að gaurinn sem leikur Ricky Fitts er nokkuð góður og leikur spennandi persónu en það bjargar myndinni skammt. Semsagt duglega misheppnuð mynd og alveg stórskrýtið hversu góða dóma hún hefur fengið. Ein stjarna á þetta sorp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er leikstýrð af Sam Mendes og handritið gerir Alan Ball sem færir okkur einnig hinu geisi vinsælu þætti six feet under. Myndin er lauslega um fertugan mann sem er staddur á tímamótum í lífinu. Hann er orðin leiður á þessu lífi sem hann lifir í og vill breyta til. Honum finnst konan sín líflaus, og hugsar ekki um neitt annað en að græða meiri og meiri peninga, honum þykir meira varið í vinkonu dóttir hans heldur en dóttir sína sjálfa. Og hann vill gera eitthvað í málinu. Og hann gerir það svo sannarlega. Þessi mynd er alveg frábær og mæli ég eindregið með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Satt best að segja fannst mér þessi mynd SNILLD!!!

Ég ætlaði aldrei að getað hætt að hugsa um hana þegar ég kom heim, pæla, pæla, pæla...í henni.

Frábærir leikarar og algjör snilld að hafa strák með myndatökuvél að pæla í lífinu (rétt eins og hverjir aðrir í myndinni).

En þetta var frábær mynd, vel hugsuð. Fyrst í stað hélt ég að þetta væri einhver mynd í anda American pie en hún er langt frá því að vera eins kynóð og hún.

Geðveik mynd, svo sannarlega 2 klst virði, hlaupið út í sjoppu og fáið hana leigða!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ALLS EKKI ÓSKARSVERÐLAUNAMYND. American Beauty er ósköp venjuleg mynd hún gerist í góðu hverfi í Bandaríkjunum þar sem hin fullkomna fjölskylda býr. Einn daginn vaknar faðirinn og eiginmaðurinn upp að nafni Lester og segist vera búin að fá nóg af því að þurfa alltaf að hegða sér venjulega þegar honum líður ekki eins og hann sé venjulegur. Hann hættir því að leika þennan góða faðir og eiginmann og byrjar að gera það sem hann vill gera. Hann verður ástfangin af vinkonu dóttur sinnar og hugsar oft um hana nakta. Að mínu mati hefði Kevin Spacey aldrei átt að vinna Óskarsverðlauninn heldur hefði Russell Crow eða jafnvel Jim Carrey átt að vinna þau fyrir besta leik i karlahlutverki. Svo átti American Beauty alls ekki að vinna Óskarinn fyrir bestu myndina heldur Insider sem er ein besta mynd sem ég hef nokkur tíman séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.10.2020

Er siðlaust að mæla með Kevin Spacey myndum?

Getum við nokkurn tímann horft sömu augum á American Beauty og Seven?Í Poppkúltúr vikunnar eru dregnar upp nokkrar spurningar í garð umdeildra (og jafnvel dæmdra) leikara, leikstjóra og annarra þekktra úr skemmtanaiðnað...

16.10.2020

05 - Er siðlaust að mæla með Kevin Spacey myndum?

Getum við nokkurn tímann horft sömu augum á American Beauty og Seven?Í Poppkúltúr vikunnar eru dregnar upp nokkrar spurningar í garð umdeildra (og jafnvel dæmdra) leikara, leikstjóra og aðra þekkta úr skemmtiiðnaðinum....

16.01.2020

Upplifun frekar en afþreying

Þann 6. apríl árið 1917 í miðri fyrri heimsstyrjöldinni fá tveir breskir hermenn, sem staðsettir eru í Norður-Frakklandi, mikilvægt hlutverk. Þeir Blake (Dean-Charles Chapman) og Schofield (George MacKay) þurfa að koma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn