Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Topaz 1969

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Hitchcock takes you behind the actual headlines to expose the most explosive spy scandal of the century!

143 MÍNEnska

Háttsettur rússnesskur njósnari, Boris Kusenov, biður um hæli í Bandaríkjunum árið 1962 ásamt eiginkonu og dóttur, með hjálp leyniþjónustumannsins bandaríska Michael Nordstrom. Í Washington þá segir Kusenov frá aðgerðum Rússa á Kúbu, og Norstrom biður franskan njósnara og vin sinn Andre Devereaux að fá fleiri gögn frá kúbanska leiðtoganum Rico Parra... Lesa meira

Háttsettur rússnesskur njósnari, Boris Kusenov, biður um hæli í Bandaríkjunum árið 1962 ásamt eiginkonu og dóttur, með hjálp leyniþjónustumannsins bandaríska Michael Nordstrom. Í Washington þá segir Kusenov frá aðgerðum Rússa á Kúbu, og Norstrom biður franskan njósnara og vin sinn Andre Devereaux að fá fleiri gögn frá kúbanska leiðtoganum Rico Parra með hjálp hins spillta and-ameríska ritara síns Luis Uribe. Devereaux fer síðan til Kúbu til að fá fleiri sönnungargögn um kúbönsku eldflaugarnar ásamt hjákonu sinni Juanita de Cordoba. Þegar Devereaux snýr aftur til baka þá fær hann skipanir frá frönsku leyniþjónustunni um að snúa aftur til Frakklands til að skýra frá þátttöku sinni í Kúbumálinu. Nordstrom fær fund með Devereaux ásamt Boris, og hann skýrir honum frá Topaz, sem er dulnefni á hópi háttsettra franskra ráðamanna sem vinna fyrir Sovétríkin. Einnig greinir hann frá því að franski NATO fulltrúinn Henri Jarre sé næstráðandi í njósnahringnum Topaz, sem lekur trúnaðargögnum til Sovétmanna, og yfirmaður njósnamála er einungis þekktur undir nafninu Columbine. Devereaux áttar sig á að hann geti ekki opinberað sannleikann í málinu fyrr en hann finnur út hver svikarinn er. ... minna

Aðalleikarar

Frederick Stafford

André Devereaux

Dany Robin

Nicole Devereaux

John Vernon

Rico Parra

Karin Dor

Juanita de Córdoba

Cole Heppell

Jacques Granville

Philippe Noiret

Henri Jarre

Claude Jade

Michèle Picard

Wang Deming

François Picard

Brian L. Keaulana

Michael Nordstrom

Per-Axel Arosenius

Boris Kuzenov

Roscoe Lee Browne

Philippe Dubois

Sonja Kolthoff

Mrs. Kusenov

Tina Hedström

Tamara Kusenov

Volker Prechtel

US Official

Alfred Hitchcock

Man in Wheelchair (uncredited)

Fidel Castro

Self (archive footage)

Leikstjórn

Handrit


Topaz er ein af síðustu myndum Hitchcocks og ber þess greinilega merki að meistarinn var farinn að eldast og tapa aðeins töfrunum sem hans bestu myndir búa yfir. Í fyrsta sinn tekst karlinn á við pólitískt viðfangsefni, þar sem Kúbudeilan og aðdragandi hennar eru notuð sem sögusvið. Topaz segir frá frönskum leyniþjónustumanni sem tekur að sér að njósna um samskipti Sovétmanna og Kúbverja fyrir hönd Bandaríkjamanna. Myndin þeysist um víða veröld, frá Kaupmannahöfn til Washington til Kúbu og svo Parísar, og mestum hluta myndarinnar er eytt í að fylgjast með Frakkanum vinna gegn stjórn Castros og uppræta spillingu innan franskra stjórnvalda. Þetta er fyrsta Hitchcock-myndin sem ég hef séð þar sem svo til engar stjörnur eru í aðalhlutverkum, og það má segja að sjarminn tapist aðeins við að hafa ekki Bergman, Kelly, Grant, Stewart og svoleiðis fólk innanborðs. Frederick nokkur Stafford leikur Frakkann og John Forsyth (betur þekktur úr Dynasty og Charlie's Angels) er í hlutverki amerísks samstarfsmanns. Flestir aðrir leikarar eru Evrópubúar sem lítið hefur heyrst um síðan. Myndin þjáist fyrir lengdina. Hún er u.þ.b. tveir og hálfur tími og stundum virðist manni sem ekkert hafi gerst lengi vel. Það vantar líka tónlist Bernards Herrmann (Maurice Jarre sér um tónlistina hér) og það er skortur á því sem kalla má Hitchcock-skot, þ.e.a.s. skot sem eru svo óvenjuleg og listræn að maður veit að enginn annar en Hitchcock sjálfur gæti staðið á bak við þau. Topaz er ekki slæm mynd á flesta mælikvarða en sem mynd eftir meistarann er hún án efa ein af þeim slökustu.
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn