Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

L.A. Confidential 1997

Justwatch

Frumsýnd: 14. nóvember 1997

Everything is suspect...everyone is for sale...and nothing is what it seems.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 99% Critics
The Movies database einkunn 91
/100
Hlaut tvö Óskarsverðlaun, ein fyrir Kim Basinger (besta leikkona í aukahlutverki) og önnur fyrir handritið. Einnig tilnefnd til 7 annarra Óskarsverðlauna.

Sagan gerist í Los Angeles á sjötta áratug síðustu aldar. Skotárás á sér stað á matsölustað. Þrjár ólíkar löggur leita allar sannleikans, hver á sinn hátt. Ed Exley, fyrirmyndarlöggan í lögregluliðinu, sem er tilbúin að gera nánast allt til að komast áfram innan lögreglunnar, fyrir utan það að selja sál sína; Bud White, sem er tilbúinn að brjóta... Lesa meira

Sagan gerist í Los Angeles á sjötta áratug síðustu aldar. Skotárás á sér stað á matsölustað. Þrjár ólíkar löggur leita allar sannleikans, hver á sinn hátt. Ed Exley, fyrirmyndarlöggan í lögregluliðinu, sem er tilbúin að gera nánast allt til að komast áfram innan lögreglunnar, fyrir utan það að selja sál sína; Bud White, sem er tilbúinn að brjóta reglur til að ná fram réttlæti, en á erfitt með að hemja skap sitt; og Jack Vincennes, sem er alltaf að leita að frægð og peningum, þar til samviska hans ýtir honum út í að slást í hóp með Exley og White, í leit að sannleikanum í dimmri glæpaveröld Los Angeles. ... minna

Aðalleikarar

Russell Crowe

Wendell "Bud" White

Guy Pearce

Edmund "Ed" Exley

Kevin Spacey

Jack Vincennes

Kim Basinger

Lynn Bracken

Danny DeVito

Sid Hudgens

James Cromwell

Dudley Smith

David Strathairn

Pierce Patchett

Ron Rifkin

D.A. Ellis Loew

Matt McCoy

"Badge of Honor" Star Brett Chase

Marisa Paredes

Mickey Cohen

Paul Guilfoyle

Mickey Cohen

Paolo Seganti

Johnny Stompanato

Razaaq Adoti

Officer Arresting Mickey Cohen

Graham Beckel

Dick Stensland

Allan Graf

Wife Beater

Bob Clendenin

Reporter at Hollywood Station

Lennie Loftin

Photographer at Hollywood Station

Will Zahrn

Liquor Store Owner

Amber Smith

Susan Lefferts

Darrell Sandeen

Buzz Meeks

Simon Baker

Matt Reynolds

Thomas Rosales Jr.

First Mexican

Leikstjórn

Handrit


Þetta er algjört meistaraverk með þvílíkt góðu leikaraliði. Hér eru saman komin Guy Pearce(Memento), Russel Crowe(Gladiator), Kevin Spacey(American Beauty) og Kim Basinger(sem að fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í þessari mynd) í hraðri og spennandi mynd. Brjálað góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær sakamálamynd með frábærum leikurum. Kevin Spacey og Russel Crowe leika venjulegar löggur í Los Angeles en Guy Pearce leikur löggu sem er mun heiðarlegri og klókari heldur en aðrar löggur. Danny DeVito leikur hins vegar klókan blaðamann Kim Basinger leikur hóru. Söguþráður myndarinnar er heldur flókinn en myndin er mjög vel gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er algjörlega fullorðins. Myndir eins og þessi endurbyggja trú mína á kvikmyndaiðnaðinum. Kolsvört glæpamynd þar sem löggurnar eru sumar engu betri krimmunum, frábærir karakterar og handrit dýpra en flæmski hatturinn. Þarna sýna allir stjörnuleik, enda fékk Basinger Óskarinn fyrir snilldarframmistöðu, þó aðrir í myndinni hafi líka átt skilið að fá samskonar styttu. Fleiri svona góðar myndir og þá væri lífið betra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vönduð og meistaravel leikin kvikmynd frá leikstjóranum Curtis Hanson sem hefur hvarvetna hlotið góða dóma gagnrýnenda og var ennfremur tilnefnd til 9 óskarsverðlauna árið 1997; sem besta mynd ársins, bestu leikstjórn, bestu listrænu leikstjórnina, kvikmyndatökuna, kvikmyndatónlistina, klippingu og fyrir besta hljóðið. Hún hlaut tvenn óskarsverðlaun; fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki (Kim Basinger) og þeir Curtis Hanson og Brian Helgeland fengu óskarinn fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu metsöluhöfundarins James Ellroy og gerist í Los Angeles á fyrri hluta sjötta áratugarins. Út á við er þetta draumaborgin þar sem glæsileiki, frægð og auður er einkennandi fyrir alla þá sem í henni búa og enginn er maður með mönnum nema hann eigi eitthvað undir sér. En á bak við allt glysið leynist annar heimur með öllu alvarlegra andlit. Þetta er heimur þar sem spilling, svik og prettir eru daglegt brauð, heimur fólks sem er tilbúið að gera hvað sem er til að koma sér áfram og viðhalda ímynd sinni og stöðu í þessu yfirborðskennda efnishyggjusamfélagi, þar sem jafnvel lögreglan er flækt í spillingarvefinn meira en góðu hófi gegnir. En hlutirnir eru um það bil að fara að breytast. Hrottalegt fjöldamorð er framið inni á litlum veitingastað og í ljós kemur að einn hinna myrtu var lögreglumaður. Hvað hann var að gera þarna er félaga hans í lögreglunni, Bud White (Russell Crowe) hulin ráðgáta, enda bendir allt til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvert glæpsamlegt atferli. Bud ákveður því að hefja rannsókn á málinu upp á eigin spýtur og kemst fljótlega að því að þar með er hann búinn að stinga sér út í lífshættulegt hyldýpi svika og morða þar sem enginn er óhultur. Um leið neyðist hann til að glíma við aðra félaga sína í lögreglunni sem gætu allt eins verið illa í málið flæktir. Það er því annaðhvort að hrökkva, eða stökkva í djúpu laugina... Hér smellur allt saman til að skapa hið ógleymanlega meistaraverk; leikstjórn Curtis Hanson er sannkallað afbragð, góð kvikmyndataka Dante Spinotti, stórfengleg tónlist Jerry Goldsmith og afbragðsgott handrit Hanson og Brian Helgeland, en aðall myndarinnar er meistaraleikur leikara myndarinnar; óskarsverðlaunaleikarinn Russell Crowe (Gladiator, The Insider) er mjög góður í hlutverki Bud White og sannar þar í eitt skipti fyrir öll hversu góður leikari hann í raun er, óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Spacey (American Beauty, The Usual Suspects) er ekki síðri í hlutverki Jack Vincennes (hans er sárt saknað í seinni hluta myndarinnar), einnig eru þeir James Cromwell, Danny DeVito, Guy Pearce, Ron Rifkin og David Strathairn afbragðsgóðir í myndinni en senuþjófurinn fyrir utan þá Russell Crowe og Kevin Spacey er hiklaust leikkonan Kim Basinger sem verðskuldað hlaut óskarinn sem besta leikkona í aukahlutverki 1997 fyrir meistaralega túlkun sína á Lynn Bracken og sannar hún þar í eitt skipti fyrir öll að hún er afbragðsleikkona. L.A. Confidential er einstaklega vel heppnuð glæpamynd og má í raun segja að hún sé besta svarta glæpamyndin sem gerist í L.A. síðan meistaraverk Roman Polanski "Chinatown" (sem þau Jack Nicholson og Faye Dunaway léku í) var gerð árið 1974. Ekki þarf að fjölyrða um það að hún er ein af allra bestu kvikmyndum ársins 1997. Það er nóg að sjá hana til að sannfærast um það. Persónusköpunin er einstök, dýptin í henni er óviðjafnanleg. Afraksturinn er því hreint ógleymanleg mynd eftir góðu handriti með eftirminnilegum persónum, leikin af sannkölluðum stórleikurum. Ég held að ég hafi aldrei haft eins mikla sannkallaða ánægju út úr því að horfa nokkra mynd. Hún er hreint stórfengleg og mæli ég eindregið með henni við alla sanna kvikmyndaunnendur. Þessi kvikmynd er sannarlega bæði ómissandi og ógleymanleg í alla staði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.09.2016

Farið yfir feril Curtis Hanson

Curtis Hanson, leikstjóri mynda á borð við L.A. Confidential og 8 Mile, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles á þriðjudaginn, 71 árs gamall.  Blaðamaður Variety hefur skrifað grein um Hanson, sem vann Óskarsverðlauni...

27.06.2015

Tom Hardy leikur Kray-bræður - Ofbeldisfull stikla

Enski leikarinn Tom Hardy leikur eineggja tvíburana Ronald og Reginald Kray í nýrri mynd leikstjórans Brian Helgeland, Legend, sem er byggð á ævi þeirra. Ný, ofbeldisfull stikla úr myndinni er komin út þar sem hinir alr...

21.04.2012

Pearce mætir Járnmanninum

Leikaravalið í Iron Man 3 heldur áfram að stækka en þegar er nýbúið að tilkynna það að Ben Kingsley muni leika illmenni myndarinnar, Mandarin. Nú hefur Guy Pearce gengið frá samningum sínum og mun fara með hlutve...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn