Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Blood Simple. 1984

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Breaking up is hard

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Abby heldur framhjá bareigandanum, eiginmanni sínum Marty. Kærasti hennar heitir Ray, sem er barþjónn sem vinnur hjá Marty. Marty ræður Visser, óheiðarlegan rannsóknarlögreglumann, til að drepa þau. En Visser, er með eigin gróðavænleg plön. Þetta er aðeins byrjunin á flóknum söguþræði sem er fullur af misskilningi og svikum. Segja má að Blood Simple... Lesa meira

Abby heldur framhjá bareigandanum, eiginmanni sínum Marty. Kærasti hennar heitir Ray, sem er barþjónn sem vinnur hjá Marty. Marty ræður Visser, óheiðarlegan rannsóknarlögreglumann, til að drepa þau. En Visser, er með eigin gróðavænleg plön. Þetta er aðeins byrjunin á flóknum söguþræði sem er fullur af misskilningi og svikum. Segja má að Blood Simple fjalli um svik á svik ofan. Hún segir frá bareiganda einum sem ræður til sín einkaspæjara og felur honum það ömurlega verkefni að myrða eiginkonu sína og ástmann hennar. Einkaspæjarinn hefur hins vegar allt aðrar hugmyndir um hvernig hann leysir málið og fyrr en varir fer í gang algjörlega ófyrirséð atburðarás.... minna

Aðalleikarar

Dan Hedaya

Julian Marty

M. Emmet Walsh

Loren Visser

Paul Stewart

Meurice

Raquel Gavia

Landlady

Van Brooks

Man from Lubbock

William Creamer

Old Cracker

Loren Bivens

Strip Bar Exhorter

Bob McAdams

Strip Bar Senator

William Preston Robertson

Radio Evangelist (voice)

Holly Hunter

Helene Trend (voice) (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Satt skal segja þá bjóst ég ekki við miklu þegar ég stökk út á leigu og náði í þessa mynd en svo reyndist þetta vera alveg yndislega skemmtileg og vönduð mynd í nánast alla staði. Gengur mikið út á langar þagnir sem byggja upp spennu og athygli og annars fáum við að fylgjast með þessum líka snilldarlega skrifuðum samtölum. Allir leikararnir meika mikið í sínum hlutverkum og þá sérstaklega M.Emmet Walsh er leikur svikulan einkaspæjara. Jafnvel Frances Mcdormand sem að mínu mati er yfirleitt ekki mikil leikkona er bara nokkuð þolanleg hér. Þó að mér finnst Blood simple ekki eiga alveg fjórar stjörnur skilið heldur þrjár og hálfa ætla ég að ganga svo langt að segja hana með betri myndum Coen bræðra. Sannkallað augnakonfekt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Coen bræðurnir Joel og Ethan hafa á 16 ára ferli sínum ekki gert lélega mynd. Myndir þeirra eru kannski misgóðar og sumar ekki fyrir alla, en engin er léleg eins og Batman & Robin eða Reindeer Games. Blood Simple, þeirra fyrsta mynd, er að mínu mati þeirra besta mynd. Þegar ég sá hana fyrst vissi ég nákvæmlega ekki neitt um hvað hún var, bara að Empire hafði gefið henni fimm stjörnur og að Coen bræðurnir hefðu gert hana. Sem betur fer vissi ég ekki meira. Blood Simple grípur áhorfandann á fyrstu mínútunum með alveg frábæru handriti. Atriðið með John Getz og Frances McDormand í bílnum er svo vel skrifað og vel leikið að ég veit ekki hvað. Myndin verður bara betri eftir það. Ég ætla ekki að fara út í söguþráðinn því að ég tel að þetta sé mynd sem maður á að vita sem minnst um áður en maður sér hana. En ég get þó sagt ykkur að ef atburðarrásin kemur ykkur ekki á óvart þá mun líklegast ekkert gera það. Blood Simple er besta nútíma film noir-mynd sem gerð hefur verið til þessa. Persónurnar eru engar Hollywood Action Ken- og Barbiedúkkur heldur venjulegt fólk sem tekur venjulegar (en, í þessari mynd, rangar) ákvarðanir. Coen bræðurnir byggja upp spennuna með gömlum brögðum þar sem t.d. við vitum eitthvað sem persónurnar vita ekki, eitthvað sem gæti gert út af við þau síðar meir. Ég vil ekki gefa upp meira því að eitt það skemmtilegasta við Blood Simple er að fylgjast með plottinu rekjast upp. Frábæru, útpældu handritinu til hjálpar koma m.a. dásamleg kvikmyndataka (eftir Barry Sonnenfeld), flott tónlist eftir Carter Burwell og frábær leikur þar sem M. Emmet Walsh fer á kostum. Þó að Coen bræðurnir hafi gert margar ódauðlegar og frábærar myndir síðan 1984 þá hafa þeir enn ekki náð að toppa Blood Simple og það eitt ætti að gera það skyldu að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn