Náðu í appið
Öllum leyfð

American Graffiti 1973

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Where were you in '62?

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 97
/100

Sumarið 1962 er á enda í litlum bæ í suður Karólínu. Þetta er kvöldið áður en bestu vinirnir, nýútskrifaðir úr miðskóla, Curt Henderson og Steve Bolander, ætla að fara úr bænum og fara í menntaskóla í austurhluta Bandaríkjanna. Curt, sem fékk góðan skólastyrk, er almennt talinn vera mikil vonarstjarna. En Curt er farinn að efastum það hvort hann... Lesa meira

Sumarið 1962 er á enda í litlum bæ í suður Karólínu. Þetta er kvöldið áður en bestu vinirnir, nýútskrifaðir úr miðskóla, Curt Henderson og Steve Bolander, ætla að fara úr bænum og fara í menntaskóla í austurhluta Bandaríkjanna. Curt, sem fékk góðan skólastyrk, er almennt talinn vera mikil vonarstjarna. En Curt er farinn að efastum það hvort hann vilji fara úr bænum, sem Steve sér í raun sem algjörlega vonlausan. Þegar Curt sér fallega ljósku í T-Bird bíl, sem sendir honum ástarkveðju með munninum, þá styrkist hann enn frekar í trúnni um að hætta við að fara í burtu úr bænum. Á meðan Curt reynir að finna stelpuna og reynir að skilja sig frá vinahópnum sem hálfpartinn heldur honum í gíslingu, þá þarf hann að ákvðeða hvað hann ætlar sér í næstu framtíð. Fráfarandi bekkjarforseti, Steve, vill hinsvegar fara sem fyrst, þrátt fyrir að hann þurfi að skilja kærustuna, klappstýruna og systur Curt, Laurie Henderson, eftir heima. Steve og Laurie eyða ein kvöldi í að semja um stöðu sambands þeirra. Á sama tíma eru tveir vinir þeirra á rúntinum í bænum. Steve hefur beðið hinn rólynda Terry "Toad" Fields, að líta eftir bíl sínum á meðan hann er í burtu. Bíllinn gefur Toad mikið sjálfstraust sem hann notar til að heilla Debbie Dunham, lífsreyndari stúlku en hann er, sem hann allajafna ætti ekki séns í að ná í. Og John Milner, sem er álitinn konungur götukappakstursins, reynir að losa sig við hina bráðþroska Carol Morrison, sem er farþegi í bíl hans, á sama tíma og hann þarf að eiga við hinn frakka Bob Falfa. ... minna

Aðalleikarar

Richard Dreyfuss

Curt Henderson

Ron Howard

Steve Bolander

Paul Le Mat

John Milner

Tod Browning

Debbie Dunham

Cindy Williams

Laurie Henderson

Candy Clark

Debbie Dunham

Wolfman Jack

XERB Disc Jockey

Bo Hopkins

Joe Young

Harrison Ford

Bob Falfa

Jim Bohan

Holstein

Scott Beach

Mr. Gordon

Del Close

Man at Bar (Guy)

Leikstjórn

Handrit

Nær ekki alveg væntingunum
American Graffiti er mjög fræg mynd fyrir að hafa getað skemmt unglingum í marga áratugi. Mér finnst hún ekki hafa verið jafn skemmtileg og maður bjóst við. Hún var mjög fræg fyrir að hafa sem aðalleikarar fólk sem er mjög frægt í dag en voru bara unglingar á þessum tíma þá má nefna Ron Howard og Harrison Ford.

Hún fjallar um hóp unglinga á sjötta áratugnum sem eru að skemmta sér síðast kvöldið áður en tveir þeirra fara í skóla langt í burtu. Annar þeirra Steve (Ron Howard) hefur alltaf verið staðfastur í að fara í burtu og á kærustu Laurie sem er einu ári yngri og vill ekki missa hann. Þau rífast um kvöldið um þetta. Vinur Steve, Curt er líka að fara í burtu en hann er á báðum áttum um hvort hann vilji fara á annað borð en hefur bara kvöldið til umhugsunar. Síðan er aðalgæinn í bænum John sem er fátækur en er lang frægastur fyir að vera hraðastur í bænum í bílakappi. Hann veit að hann á von á mótherja Bob Falfa (Harrison Ford) en er líka eltur af ungri stelpu Carol allt kvöldið. Loks er það nördið "Toad" sem að dettur í lukkupottin þegar Steve gefur honum bílinn sinn og pikkar hann upp stelpu og skemmta þau sér vel saman allt kvöldið.

Myndin er ágæt en ekki meira en það, hún sýnir vel ,,dineralífið" og hvernig unglingar létu á sjötta áratugnum en annars er hún ekki mjög eftirminnileg.

Stórkostlegur óður til sjöunda áratugarins, tryllitækja, túberaðra gella, rokktónlistarinnar sígildu, rúntsins og ástarbragða í aftursætum. Höfðar til unglinga á öllum aldri. Stemmningin er stórkostleg og hópur, þá lítt kunnra leikara, stendur sig með eindæmum vel. Hér stíga sín fyrstu spor ekki ómerkari garpar hvíta tjaldsins en Richard Dreyfuss, Harrison Ford og hinn knái og smái Charles Martin Smith. Sígild kvikmynd byggð á ljúfsárum minningum, þess tíma sem áhyggjulaus æskuárin eru að kveðja en alvara lífsins með öllum sínum áætlunum og ákvörðunum að taka við. Ég gef American Graffiti þrjár og hálfa stjörnu og mæli með þessari síungu og klassísku kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er algjör perla og maður getur horft á hana aftur og aftur. American Graffiti fjallar um hóp ungmenna, á árunum þegar rúnturinn var upp á sitt besta og enginn var maður með mönnum nema að eiga amerískann kagga, sem eru að klára college og að fara að halda í ýmsar áttir, sumir í skóla í burtu og aðrir í skóla í bænum. Það er fylgst með því sem hendir þennan hóp síðasta sólarhringinn og hvernig ástarmál, vinarmál og annað slíkt fléttast saman og enda svo um morgunninn. Þetta meistaraverk er leikstýrt af George nokkrum Lucas (Star Wars) og á myndin að gerast í enda rokktímabilsins. Allt í þessari mynd er perfect, leikur, tónlist og fleira og fleira. Þess má líka geta að Harrison Ford sést aðeins í þessari mynd. Annars er smá svona auka fyrir þá sem finnst gaman að skoða smáatriðin: Tékkið númerið á bílnum sem John Millner á er Thx138. Þess má geta að ein að fyrstu myndum Lucasar hét Thx1138 ! Plús að hljóðkerfið er nefnt eftir þeirri mynd. Annars, frábær mynd sem fær mann til að gleyma tímanum og hugsa um dagana þegar kvartmílan var helgaskemmtunin og Wolfman Jack show var eina útvarpið sem rokkaði :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.05.2017

Áhugaverðir költ- og hryllingstitlar á Blu

Nokkrir áhugaverðir titlar eru væntanlegir á Blu-ray fyrir hryllingsmynda- og költ unnendur. Arrow Films í Bretlandi gefur út Lucio Fulci myndina „Don‘t Torture a Duckling“ frá árinu 1972. Fulci fékk viðurnefið „The Go...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn