Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jerry Maguire 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Show me the money!

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 77
/100
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leikara í aukahlutveri (Cuba Gooding Jr.) og var tilnefnd til fjögurra annarra (besti leikari, besta klipping, besta mynd, besta handrit)

Jerry Maguire er umboðsmaður íþróttamanna og nýtur mikillar velgengni. Hann er með bestu viðskiptavinina, nýtur virðingar, á fallega kærustu, og allan pakkann. Einn daginn hinsvegar fer hann að efast um tilganginn með þessu öllu saman og stað sinn í lífinu. Hann kemst að lokum að því hvað hann sé að gera vitlaust í lífi og starfi. Hann tekur allar þessa... Lesa meira

Jerry Maguire er umboðsmaður íþróttamanna og nýtur mikillar velgengni. Hann er með bestu viðskiptavinina, nýtur virðingar, á fallega kærustu, og allan pakkann. Einn daginn hinsvegar fer hann að efast um tilganginn með þessu öllu saman og stað sinn í lífinu. Hann kemst að lokum að því hvað hann sé að gera vitlaust í lífi og starfi. Hann tekur allar þessa hugsanir upp sem einskonar yfirlýsingu, og telur sig nú vera búinn að breyta lífi sínu til hins betra. Til allrar óhamingju þá eru yfirmenn hans ekki eins hrifnir og eftir að þeir eru búnir að taka af honum alla samningana, og henda honum út á stétt, þá situr hann uppi með einn viðskiptavin, sem er ekki sá viðráðanlegasti í bransanum, ruðningsleikmanninn Rod Tidwell, og einu manneskjuna sem trúir á að hann geti endurbyggt líf sitt, kærustuna sína. Hann rekst nú á ýmsar hindranir og hluti sem hann hafði horft framhjá í "fyrra lífi" sínu.... minna

Aðalleikarar

Tom Cruise

Jerry Maguire

Tom Cruise

Jerry Maguire

Renée Zellweger

Dorothy Boyd

Cuba Gooding Jr.

Rod Tidwell

Kelly Preston

Avery Bishop

Jerry O'Connell

Frank Cushman

Jay Mohr

Bob Sugar

Regina King

Marcee Tidwell

Bonnie Hunt

Laurel Boyd

Todd Louiso

Chad the Nanny

Mark Pellington

Bill Dooler

Jeremy Suarez

Tyson Tidwell

Alexandra Wentworth

Bobbi Fallon

Aries Spears

Tee Pee

Donal Logue

Rick (Junior Agent)

Leikstjórn

Handrit


Ágætis afþreyging, varð hinsvegar fyrir töluverðum vonbrigðum því hún var á sínum tíma hlaðin óverðskulduðu lofi bæði gagnrýnenda og almennings. T.d. eru ófáir sem verðskulda Óskarinn fremur en Cuba Gooding jr. fyrir þetta hlutverk. Myndin er þó yfir meðallagi skemmtun þrátt fyrir allt og Krúsarinn ágætur í aðalhlutverkinu, sem og strákpjakkurinn með gleraugun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virkilega vel gerð mynd, enda er þetta eftir Cameron Crowe, þann sama og gerði snilldarmyndina Almost Famous. Hér fara Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. á kostum í myndinni(Sá seinni fékk Óskarinn). Mynd sem er hægt að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gamansöm og ekki síst stórfengleg stórmynd frá leikstjóranum Camerons Crowe. Ein af vinsælustu kvikmyndum ársins 1997, var tilnefnd til 5 óskarsverðlauna, hlaut þau fyrir meistaralegan leik Cuba Gooding, Jr. í hlutverki íþróttakappans Rod Tidwell. Það er stórleikarinn Tom Cruise sem fer með hlutverk Jerrys Maguire, en hann starfar hjá stóru umboðsfyrirtæki og er sérfræðingur í öllu sem lýtur að því að búa til stjörnur úr efnilegum íþróttamönnum. Á nokkrum árum hefur hann náð miklum og góðum árangri í starfi sínu, enda hefur hann notað öll þau brögð sem menn þurfa að kunna ef þeir vilja ná langt í bransanum - þar á meðal þau sem geta vart kallast annað en óheiðarleg. Dag einn gerist eitthvað í kollinum á Jerry Maguire. Skyndilega fær hann svo heiftarlegt samviskubit yfir sýndarmennskunni og peningagræðginni sem einkennir starf hans að hann finnur sig tilneyddann til að skrifa skýrslu um málið þar sem hann leggur m.a. til að fyrirtæki hans skipti um stefnu í þessum málum. Skýrslan vekur óneitanlega mikla athygli hjá stjórnendum fyrirtækisins og öðrum starfsmönnum, en því miður ekki til góðs fyrir Jerry. Hann er rekinn, sumum samstarfsmönnum hans og keppinautum innan fyrirtækisins til nokkurrar ánægju þar sem þeir fá þá í sinn hlut umboð fyrir alla íþróttakappanna sem hann hafði á sínum snærum. Alla nema einn! Sá heitir Rod Tidwell og er hann annars flokks ruðningskappi sem hefur tröllatrú á að hann eigi skilið að verða stjarna á stjörnulaunum, en er að renna út á tíma. Nú hefst nýtt tímabil í lífi Jerrys Maguire sem einsetur sér að vinna fyrir Rod samkvæmt hinum nýju dyggðum og sanna þar með fyrir sjálfum sér og öðrum að hann hafi haft rétt fyrir sér. Vönduð og vel gerð kvikmynd sem ég mæli með og gef þrjár og hálfa stjörnu, sérstaklega fyrir handritið, fyrir leik Cruise og Gooding og ekki síst nýstirnisins Renée Zellweger sem er að gera það gott í Hollywood "þetta er hennar fyrsta mynd" og síðast en ekki síst fyrir leikstjórn Crowe. Góð og eftirminnileg kvikmynd í alla staði
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

10.01.2012

Jónsi býr til tónlist fyrir Crowe

Leikstjórinn Cameron Crowe staðfesti í viðtali við Indiewire í dag að Jónsi hafi verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í næstu kvikmynd hans. Jónsi sá einnig um tónlistina í síðustu mynd Cameron Crowe, We...

09.11.2011

Nýtt plakat: We Bought a Zoo

Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe hefur legið í dvala síðan hann gaf út Elizabethtown árið 2005 og hefur nú loks stigið aftur á svið til að færa okkur sína fyrstu leiknu kvikmynd í sex ár, We Bought a Zoo. Ca...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn