Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Total Recall 1990

What would you do if someone stole your mind?

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 60
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir brellur, og var einnig tilnefnd fyrir besta hljóð og bestu hljóðbrellur og hljóðklippingu.

Síendurtekinn draumur um ferðalag til Mars ásækir Douglas Quaid í svefni. Hann vonast til að finna út úr því afhverju hann er að dreyma þennan draum í sífellu, og kaupir sér ferð hjá Rekall Inc. þar sem seldar eru tilbúnar minningar. En eitthvað fer úrskeiðis þegar verið er að koma minningunni fyrir í hausnum á honum, og hann man núna eftir að hafa verið... Lesa meira

Síendurtekinn draumur um ferðalag til Mars ásækir Douglas Quaid í svefni. Hann vonast til að finna út úr því afhverju hann er að dreyma þennan draum í sífellu, og kaupir sér ferð hjá Rekall Inc. þar sem seldar eru tilbúnar minningar. En eitthvað fer úrskeiðis þegar verið er að koma minningunni fyrir í hausnum á honum, og hann man núna eftir að hafa verið leyniþjónustumaður að berjast gegn hinum illa ríkisstjóra á Mars, Cohaagen. Upphefst nú mikill hasar. ... minna

Aðalleikarar

Arnold Schwarzenegger

Douglas Quaid / Hauser

Sharon Stone

Lori Quaid

Ronny Cox

Vilos Cohaagen

Marshall Bell

George / Kuato

Roy Brocksmith

Dr. Edgemar

Ray Baker

Bob McClane

Marc Alaimo

Everett

Amanda Plummer

Burly Miner

Gloria Dorson

Woman in Phone Booth

Leikstjórn

Handrit


Það er svo yndislegt að horfa á Arnold Schwarzenegger drepa fólk, hvað er betra heldur en að horfa á Arnold í ofbeldisyfirdrifinni-súrréalískri-mindfökking Paul Verhoeven kvikmynd? Total Recall er klassísk vísindaskáldsaga byggð á Philip K. Dick smásögu, Arnold leikur Douglas Quaid, venjulegann verkamann árið 2084 sem ákveður að fara í Rekall, fyrirtæki sem gefur þér minningar af skemmtiferðum og þannig fríum. Þaðan fer líf Quaid í mjög óvænta stefnu, meira er varla viturlegt að segja án þess að mögulega skemma myndina fyrir lesanda. Total Recall er ein af mörgum Schwarzenegger myndum sem er nostalgíuveisla fyrir sjálfan mig þar sem ég sá þær allar margoft á mjög ungum aldri, ég tel að þær hafa allar skilið eftir sér stór áhrif á hvernig ég hugsa um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Fyndið að þegar ég hugsaði um Total Recall þegar ég hafði ekki séð hana í mörg ár þá mundi ég alltaf eftir bútum í myndinni sem innhéldu svakalega ofbeldisfull augnablik. Paul Verhoeven hefur svakalegt fetish fyrir grófu kynlífi en einnig grófu ofbeldi og af því síðarnefnda er nóg af í Total Recall, sem er frábært. Hinsvegar þá er líka sögurþráður og jafnvel persónur í myndinni, en Arnold gefur þannig geisla frá sér að einhvern veginn hættir myndin að geta verið alvarleg en Total Recall er alls ekki mynd sem er fullalvarleg, þvert á móti tel ég. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks gæði miðað við 1990 en það merkilegasta tel ég vera brúðurnar eða tæknin notuð í að skapa gerviandlit og gervimanneskjur, þó stundum augljósar þá verður að segjast að það var helvíti vel gert. Total Recall er líklega eina vísindaskáldssögu-kvikmynd sem hefur þann kost að hafa mjög hugmyndaríkt ofbeldi, kannski telst Starship Troopers með enda er það einnig Verhoeven mynd. Myndin hefur sína kosti og galla, þrátt fyrir að ég tel hana vera frábæra þá hefur hún of stóra galla til þess að einfaldlega fá fullt hús, en skemmtanagildið er mikið og fyrir hvern sem fílar one-linera hjá Arnold og yfirdrifið ofbeldi blandað saman við hugmyndaríkt framtíðarumhverfi og hefur ekki séð Total Recall, þá skaltu ekki hika við að sjá hana sem fyrst.

Total Recall er mjög góð bíómynd í alla staði.Reyndar var ofgert að blóði en þar sem besti leikari fyrr og síðar(Arnold Schwarzenegger) lék í þessari mynd var ekkert of mikið fyrir hann.Í Total Recall leikur Schwarzenegger venjulegan mann í framtíðinni sem dreymir um eitthvað spennandi.Einn daginn velur hann sér fyrirtæki sem lætur drauma rætast.Þá sér hann fortíð sína í nýju ljósi.Innan skamms virðist sem allir vilja hann feigann.Frábær framtíðarmynd sem er skylda að sjá.Tvisvar hefur Arnold Schwarzenegger leikið í framtíðarmyndum.Total Recall sem kom árið 1990 og The 6th day sem kom út árið 2002.Reyndar var The 6th day frekar daufari en Total Recall en samt ágætt að horfa á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Total Recall gerist árið 2084 og segir frá verkamanninum Doug Quaid(Arnold Schwarzenegger) sem fer í ferð til Mars í sýndarveruleika en uppgvötar svo að hann er annar en hann telur sig vera. Sallafín mynd, alltaf jafn gaman af neggernum og Sharon Stone á ágæta frammistöðu sem eiginkona Quaids. Michael Ironside er hins vegar ekki nógu skemmtilegur, hann kann ekkert að leika maðurinn. Er ekki nógu sannfærandi sem vondi kallinn. Rutger Hauer til dæmis hefði kannski passað betur í hlutverkið. En hvað sem því líður þá er Total Recall andskotanum skemmtilegri, þriggja stjörnu virði og sannkölluð klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er enginn annar en góðkunni leikarinn Arnold Schwarzenegger sem fer með aðalhlutverkið í þessari margslungnu framtíðarmynd sem allir hreinlega verða að sjá. Hann er hér vel studdur af Golden globe vinningshafanum Sharon Stone og manninum sem fæddur er sem illmenni,Michael Ironside! Það er ekki laust við að yfirleitt sé framtíðarplottið oft ekki merkilegt, en í þessari mynd er ekki svo því að þetta gengur príðisvel upp í alla staði eins og venjan er með myndir sem Arnie leikur í. Hasarinn nær svo hámarki með frábærum endi sem er þess eðlis að maður getur ekki annað en hugsað um hvort höfundar usual suspects hafi haft þessa mynd í huga þegar þeir gerðu handritið af þeirri ágætu mynd! En uppúr stendur stórleikur Arnie sem hefur um árabil verið einn allra vanmetnasti leikari í Hollywood!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð og flott mynd með Arnold kallinum. Ég hef fílað Arnold í nánast flestum myndum hans(fyrir utan Junior, Batman 4 og Kindergarden Cop). Fær 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.04.2018

Star Wars leikkona látin

Hin smávaxna kvikmyndaleikkonan Debbie Lee Carrington, sem lék uppreisnarmann frá Mars í upprunalega Arnold Schwarzenegger framtíðatryllinum Total Recall, og ewoka í Star Wars, auk annarra hlutverka í sjónvarpi og kvikmyndum, er l...

05.11.2016

Vísindatryllirinn Starship Troopers endurgerður

Kvikmyndaframleiðandinn Columbia Pictures hefur ákveðið að endurgera vísindatryllinn Starship Troopers frá árinu 1997, eftir Paul Verhoven. Handritshöfundar nýju Strandavarðamyndarinnar ( Baywatch ), þeir Mark Swift og Damian Shannon munu skrifa handritið. Markmiðið er að bú...

12.08.2015

Allar sprengingar Schwarzenegger í einni ofurklippu

Arnold Schwarzenegger hefur sent frá sér myndbandið Overkill með öllum þeim sprengingum sem hafa orðið í öllum hans myndum. Kappinn skellti myndbandinu, eða ofurklippunni, á Youtube til að kynna atburðinn Omaze sem han...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn