Mynd af nýja Superman flýgur á netið

Nú fyrr í dag lenti á netinu fyrsta myndin af hinum breska Henry Cavill í gervi vinsælustu ofurhetju allra tíma, Superman. Cavill fer með titilhlutverkið í hinni væntanlegu Man of Steel, sem leikstýrt verður af 300-töffaranum Zack Snyder.

Enn er ekki vitað með vissu hver söguþráður myndarinnar verður en hingað til hefur leikaravalið gengið í augun á mörgum. Meðal annarra leikara í myndinni eru Amy Adams, Russell Crowe, Kevin Costner og Laurence Fishburne. Hér fyrir neðan getið þið séð myndina af heldur ósáttum Superman með eigin augum.