Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Bíó
30 Myndir mánaðarins Richard Jewel Að skjóta fyrst og spyrja svo Aðalhlutverk: Paul Walter Hauser, Sam Rockwell, Olivia Wilde, Jon Hamm, Kathy Bates, Ian Gomez, Dylan Kussman, Wayne Duvall, Mike Pniewski og Nina Arianda Leikstjórn: Clint Eastwood Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík 129 mín Frumsýnd 17. janúar Richard Jewel er nýjasta mynd meistara Clints Eastwood sem í þetta sinn segir okkur söguna af mögnuðu máli sem kom upp í tengslum við Ólympíuleikana í Atlanta í Georgíu árið 1996. Richard Jewell var öryggisvörður á almenningssvæði Ólympíuleik- anna í Atlanta. Kvöld eitt var hann að sinna eftirliti í Centennial Ólympíugarðinum þar sem fjöldi fólks var samankominn til að hlusta á tónleika þegar hann rak augun í hermannatösku sem einhver hafði skilið eftir við bekk sem var umkringdur fólki. Richard fylltist strax grunsemdum um að taskan innihéldi virka sprengju, lét yfirmenn sína vita og hóf síðan tafarlaust að rýma svæðið. Grunsemdir hans reyndust réttar og aðeins tveimur til þremur mínútum eftir að hann skipaði fólki að rýma svæðið sprakk sprengjan með þeim afleiðingum að einn lést og 111 særðust. Þegar varð ljóst að ef Richard hefði ekki ákveðið að rýma svæðið strax og beðið þess í stað eftir fyrirmælum eins og margir hefðu gert í hans sporum hefði sprengjan orðið fjölda manns að bana. Í fyrstu var Richard því hylltur sem hetja en var færður til yfirheyrslu til að rannsakendur gætu útilokað að hann hefði sjálfur komið sprengjunni fyrir. Það nægði til að virkja „dómstól götunnar“ og með fulltingi nokkurra blaðamanna sem bitu það í sig að Richard gæti vel verið sá seki var mannorð hans troðið niður í svaðið. Það sem gerðist hins vegar í kjölfarið átti eftir að koma öllum á óvart ... Richard Jewel Sannsöguleg I, Tonya. Veistu svarið? Þótt leikarinn PaulWalter Hauser eigi 15 ára feril að baki í bíó- og sjónvarpsmyndum höfðu fáir utan Banda- ríkjanna heyrt hans getið fyrr en hann sló í gegn í hlutverki Shawns, „lífvarðar“ Margot Robbie, í mynd eftir Craig Gillespie árið 2017? Hvaða mynd var það? Kathy Bates leikur móður Richards, Bobi Jewell, og er nú tilnefnd í áttunda sinn til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn. l Richard Jewell hlaut á dögunum verðlaun bæði bandarísku kvik- myndastofnunarinnar (AFI) og samtaka bandarískra gagnrýnenda sem ein af tíu bestu myndum ársins og er Kathy Bates tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í henni semmóðir Richards. Paul Walter Hauser leikur Richard Jewell sem bjargaði lífi fjölda fólks á tónleikasvæði Ólympíuleikanna í Atlanta 1996. Paul þykir afar líklegur kandídat til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Punktar .................................................... Sam Rockwell leikur lögfræðinginn Watson Bryant sem tók að sér málsvörn Richards og síðar skaðabótamál gegn fjölmiðlum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=