Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Bíó
28 Myndir mánaðarins Bad Boys for Life Þeir hafa ekkert yngst Aðalhlutverk: Will Smith, Martin Lawrence, Vanessa Hudgens, Joe Pantoliano, Alexander Ludwig, Paola Núñez, Kate del Castillo, Charles Melton, Theresa Randle og Nicky Jam Leikstjórn: Adil El Arbi og Bilall Fallah Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri 113 mín Frumsýnd 17. janúar l Leikstjórar myndarinnar eru belgísku félagarnir Adil El Arbi og Bilall Fallah sem eiga nokkrar góðar myndir að baki, þ. á m. Image , Gangsta og Black og var sú síðastnefnda tilnefnd til sex Magritte- verðlauna árið 2017, en svo nefnast belgísku kvikmyndaverðlaun- in. Bad Boys For Life er fyrsta mynd þeirra á bandarískri grund og fyrsta mynd þeirra á ensku og verður gaman að sjá árangurinn. l Sögu- og handritshöfundur Bad Boys For Life er Joe Carnahan sem ætlaði reyndar upphaflega að leikstýra myndinni líka en þurfti frá að hverfa þegar tökur á henni töfðust. Joe á m.a. að baki handrit gæðamynda eins og Narc , Smokin’ Aces , The Grey og Stretch . Það eru liðin sextán ár síðan æskuvinirnir og lögreglufélag- arnir Marcus Burnett og Mike Lowrey börðust síðast við eitur- lyfjabaróna og annan óþjóðalýð í Miami og er óhætt að segja að þeir hafi hægt á sér að undanförnu enda báðir komnir nálægt því að fara á eftirlaun. En skyndilega er friðurinn úti! Það hefur lengi verið beðið eftir þessari þriðjumynd um löggufélag- ana Marcus og Mike sem gerðu það gott í myndunum Bad Boys og Bad Boys II árin 1995 og 2003. Og sennilega hefðum við ekki heyrt frá þeim framar ef albanskurmálaliði hefði ekki skotið upp kollinum, staðráðinn í að hefna bróður síns sem féll í einum skotbardaganum við þá félaga. Og við þeirri vá verða þeir auðvitað að bregðast ... Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þeir Marcus Burnett og Mike Lowrey unnu síðast saman að upprætingu glæpagengja í Miami en hvort sem þeir hafa einhverju gleymt eða ekki neyðast þeir til að taka þráðinn upp að nýju nú þegar binda þarf lausan enda úr fortíðinni. Bad Boys for Life Grín / Hasar Punktar .................................................... The Rock. Veistu svarið? Fyrsta Bad Boys -myndin árið 1995 var jafnframt fyrsta bíómynd Michaels Bay sem leikstjóra og um leið fyrsta myndin af sex sem hann og framleið- andinn Jerry Bruckheimer unnu saman að á næstu átta árum. Hvað hét sú næsta á eftir Bad Boys ? Einu hafa þeir Mike og Marcus ekki gleymt: Þeir eru töffarar! Í tilefni af frumsýningu Bad Boys for Life verða fyrri Bad Boys -myndirnar tvær endurútgefnar á sjónvarpsleigunum 2. janúar fyrir þá sem vilja rifja upp (eða kynna sér) forsögurnar. Sjá bls. 10 hinummegin í blaðinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=