Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Bíó
22 Myndir mánaðarins 1917 Tíminn er óvinurinn Aðalhlutverk: George MacKay, Dean-Charles Chapman, Colin Firth, Benedict Cumberbatch, Mark Strong, Andrew Scott, Richard Madden, Claire Duburcq, Daniel Mays, Adrian Scarborough og Jamie Parker Leikstjórn: Sam Mendes Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík 118 mín Frumsýnd 10. janúar l 1917 , sem almennt verður ekki frumsýnd fyrr en í janúar, hefur fengið frábærar viðtökur þeirra sem séð hafa en hún fór í takmark- aða dreifingu í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir jól eins og oft er um myndir sem líklegar þykja til að setja mark sitt á komandi verð- launahátíðir. Hafa orð eins og „meistaraverk“, „besta mynd ársins“ og „ein besta stríðsmynd allra tíma“ verið algeng í dómum og umfjöllunum og er myndin nú tilnefnd til fjölda verðlauna, þ. á m. til þrennra Golden Globe-verðlauna, fyrir leikstjórn, bestu tónlist og sembestamynd ársins í flokki dramamynda. Þykir hún einnig líkleg til að sópa til sín BAFTA-tilnefningum 7. janúar og hljóta a.m.k. fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna 13. janúar, þ.e. fyrir leikstjórn, tónlist, kvikmyndatöku, klippingu og sem besta mynd ársins. 1917 gerist í fyrri heimsstyrjöldinni, nánar tiltekið í Norður- Frakklandi vorið 1917, þegar tveimur breskum hermönnum, Schofield og Blake, er falið að koma þeim áríðandi skilaboð- um til 1600-manna herdeildar sem komin er að víglínu Þjóð- verja að hún sé um það bil að fara að ganga í gildru og verði þurrkuð út eins og hún leggur sig snúi hún ekki við nú þegar. 1917 er eftir Óskarsverðlaunahafann Sam Mendez og er um leið hans fyrsta mynd síðan hann gerði Bond -myndirnar Skyfall og Spectre . Hér fer hann með áhorfendur 102 ár aftur tímann og býður þeim með í vægast sagt spennuþrungna sendiför tveggja ungra hermanna sem vita sem er að geri þeir mistök er þeim og 1600 öðrum breskum hermönnum bráður bani búinn ... 1917 Drama / Stríðsmynd Punktar .................................................... American Beauty. Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í kynningunni sendi Sam Mendez síðast frá sér Bond -myndirnar Skyfall og Spectre eftir að hafa gert Away We Go , Revolutionary Road , Jarhead og Road to Perdition . En fyrir leikstjórn hvaða myndar hlaut hann Óskarinn árið 2000? Hermönnunum Schofield og Blake er falið nánast óleysandi verkefni. - N.Y. Post - Guardian 1/2 - IGN 1/2 - Playlist 1/2 - Entert. - IndieWire 1/2 - H. Reporter - Empire - Variety Óskarsverðlaunahafinn Sam Mendez leikstýrir hér þeim Dean- Charles Chapman og George MacKay fyrir tökur á atriði í 1917 sem er tekin upp og klippt þannig að hún gerist á rauntíma.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=