Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Bíó
14 Myndir mánaðarins Skandall ársins Skandal ársins á LiamNeeson vegna orða sinna í viðtali við Indepen- dent þegar hann var að kynna myndina Cold Pursuit í febrúar. Liam var að segja frá því hversu reiður hann hefði orðið þegar vinkonu hans var nauðgað. „Í viku gekk ég um með kylfu og vonaðist til að einhver svört skepna ögraði mér svo ég gæti drepið hann“. Urðu margir mjög reiðir yfir þessum orðum, svo reiðir reyndar að ákveðið var að fella niður allt húllumhæ í kringum frumsýningu Cold Pursuit í Bandaríkjunum vegna öryggis Liams semætlaði að mæta á hana. Liam baðst skömmu síðar afsökunar á orðum sínum í viðtalsþætt- inum Good Morning America þar sem hann þvertók fyrir að vera rasisti. Var hann þá spurður hvort hann hefði brugðist eins við ef nauðgarinn hefði verið hvítur, hvort hann hefði þá gengið ummeð kylfu í viku og vonað að„hvít skepna“ myndi ögra sér svo hann gæti drepið hann og svaraði hann því játandi. Því já-i sögðust fáir trúa. Skandall ársins 2 Skandall ársins 2 er í boði Cuba Gooding, Jr. sem var handtekinn í sumar eftir að þrjár konur gáfu sig fram og sökuðu hann um kyn- ferðislegt áreiti. Eftir yfirheyrslur var honum sleppt en í október höfðu nokkrar konur í viðbót gefið sig fram og hermt það sama upp á hann auk þess sem saksóknari sagði að fjölmörg vitni væru að þessum atvikum. Cuba horfir nú fram á ákæru vegna þessa eftir áramót, sennilega fleiri en eina, en hefur fram að þessu neitað sök. Hringur ársins Já, þetta er einmitt hringurinn, eða alveg eins hringur og sá sem Colin Jost setti á fingur Scarlett Johansson þegar hann bað hennar í júlí. Hann er hannaður af James de Givenchy ogmeð perulaga, kampavínsgulum ellefu karata demanti sem metinn er á 370–400 þúsund dollara. Þau kvöddu okkur á árinu Á árinu 2019 misstum við marga sem sett hafa sinn svip á bíó- myndirnar í gegnum árin og hér að ofan má sjá fimmtán af þeim þekktustu. Þetta eru: Danny Aiello, Michael J. Pollard, Robert Forst- er, Peter Fonda, Rutger Hauer, Doris Day, Seymour Cassel, Luke Perry, Albert Finney, Bruno Ganz, Jan-Michael Vincent, Katherine Helmond, Franco Zeffirelli, John Singleton og Agnès Varda. Nú árið er liðið Kjóll ársins Kjóll ársins er að sjálfsögðu sá sem Billy Porter mætti í á síðustu Óskars- verðlaunahátíð og brúar bilið á milli karla og kvenna hvað viðhafnar- klæðnað snertir. Kjólinn hannaði vinur Billys, Christian Siriano, og hermir sagan að enn sé ekki vitað hvenær hægt verður að anna eftirspurn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=