Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD

8 Myndir mánaðarins Ég tel mig vera mjög róman- tíska í eðli mínu og því henta rómantísk hlutverk mér vel. Ég finn mig vel í ástarsögum. - Alicia Vikander . Að búa til kvikmynd er sext- án klukkustunda vinna á sólarhring, sjö daga vikunnar í átján mánuði. Þess vegna langar mann ekki að búa til sömu myndina aftur. - Paul Greengrass, spurður hvers vegna hann hefði upphaflega hafnað því að leikstýra fjórðu Jason Bourne-myndinni. Yfirleitt finnst mér gaman- myndir ekkert fyndnar. Mér fannst hins vegar Raging Bull og Goodfellas fyndnar myndir, í raun með fyndnustu myndum sem ég hef séð fyrir utan Jackass -myndirnar. - Louis C.K. Minn besti og versti galli er að ég tala stöðugt við sjálfa mig. - Kate McKinnon . Það er mun meiri pressa núna en áður að vera í sviðsljósinu og nýtt fólk þarf harðari skráp. Í dag eru t.d. nánast allir með myndavélar og ef maður gerir mistök er það komið á netið og í fjölmiðla tíu mínútum síðar og gleymist aldrei. - Jason Bateman . Mig langar mest til að leika snák. Eða ... nei ... mig langar að leika ofurhetju. - Felicity Jones, spurð um hvert draumahlutverkið sé . Mér finnst langskemmtilegast að leika menn sem mér líkar ekki við. - Jason Sudeikis, spurður um skemmtilegasta hlutverkið . Pabbi var ekta New York- gyðingur og mamma var ekta New York-írskur kaþólikki. Saman bjuggu þau mig til. Sjálfur er ég ekki mikill trúmaður en mér hefur samt alltaf þótt gott að hafa báðar þessar dyr opnar. - Stephen Lang , um trúmál sín . Ég elska að fljúga. Mér finnst flugvélamatur mjög góður og mér finnst frábært að blunda í friði og fá engin símtöl, engan tölvupóst og engin skilaboð. Ég skil ekki hvernig fólki getur fundist þreytandi að fljúga þegar það er einmitt svo hundrað prósent afslappandi. - Margot Robbie . „Just in case.“ - Jared Leto að svara því hvers vegna hann sé með fallöxi í stofunni hjá sér . Mitt helsta vandamál er hvað ég veit lítið. Ég vissi t.d. ekki að fólk byggi til listaverk úr smjöri fyrr en ég fletti því upp á Google og uppgötvaði að þar er að finna meira um 550 þúsund greinar og myndir af listaverkum úr smjöri. - Ty Burrell . Ég get verið alveg ágætur í kvikmyndum en ég er hræði- legur í að vera frægur. - Jonah Hill . Ekki reyna að vera eins og ég, því það er bara einn ég. Farðu frekar í tölvunám. - Jackie Chan, spurður hvaða ráðleggingar hann gæti gefið ungum leikurum, en sjálfur kann hann ekkert á tölvur . Munurinn á kvikmyndagerð í Evrópu og Bandaríkjunum er að í Evrópu reyna menn að búa til góðarmyndir og vona svo að þær seljist en í Bandaríkjunum reyna menn að búa til myndir sem seljast og vona svo að þær verði góðar. - Renny Harlin . Engin borg hefur kennt mér jafnmikið og Los Angeles. Hún kenndi mér hvernig ég vildi alls ekki vera. - Renée Zellweger , sem býr á heimaslóðunum í Texas. Ég er meingallaður. Erum við ekki öll gölluð? En æ, ég nenni ekki lengur að afsaka mig. - Mel Gibson .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=