Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD

6 Myndir mánaðarins Þann 18. desember verða liðin tíu ár frá því að myndin Avatar var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi, en hún varð svo á nokkrum vikum að tekjuhæstu mynd allra tíma og hélt þeirri nafnbót þar til síðasta sumar þegar Avengers: Endgame skaust upp fyrir hana. Þess ber þó að geta að munurinn á þeim er svo lítill að sennilega væri Avatar enn í toppsætinu ef verð- bólga væri tekin með í dæmið. Þótt Jennifer Lopez hafi leikið í mörgum þekktum myndum og verið á meðal kraftmestu lista- manna í Hollywood á öðrum svið- um hefur hún aldrei verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Nú spá margir sem í þannig hlutum spekúlera að húnmuni hljóta tilnefninguánæsta ári fyrir aukahlutverk sitt í myndinni Hustlers ... og þykir mörgum þeirra kominn tími til að hún hljóti þessa eftirsóttu verðlaunastyttu. Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vogin 23. sept. - 23. okt. Þú lætur ekki þitt eftir liggja í jóla- undirbúningnum og ákveður að fara á pökkunarnámskeið sem gef- ur þér kost á 20% afslætti af slaufu- gerðarnámskeiði. Gott hjá þér. Sjálfselska þín og eiginhagsmuna- hyggja kemur sér mjög vel þann átjánda þegar einhver reynir að sníkja af þér pening fyrir súpuskál. Kauptu þér allt sem þig langar í. Ást og kærleikur svífur yfir öllum í voginni sem eiga heima í Karfavogi og Smáragrund í Kópavogi. Ein- hver sem þú þekkir bara af afspurn skiptir loksins yfir á vetrardekkin. Það skiptast á skin og skúrir hjá þér á næstu vikum sem er ekkert óeðlilegt enda er það svoleiðis hjá öllum. Notaðu jólahátíðina til að endurmeta allt í kústaskápnum. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Eftir að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum ferðu loksins að sjá til sólar í erfiðustu málunum í ágúst á næsta ári. Ekki gleyma að brynna músinni. Steingeitin 22. des. - 19. jan. Það er ekkert framundan hjá þér. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Jólaundirbúningur þinn og jóla- gleði fer fyrir lítið þann 22. þegar þú verður fyrir flugskeyti. Það góða er að það koma önnur jól eftir þessi þannigaðþúþarft ekki aðörvænta. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Lukkan verður með þér þann tólfta þegar þú vinnur notað bollastell á tombólu. Borðaðu mjög mikið af hangiketi á jóladag svo þú verðir stór og ljót(ur) eins og pabbi þinn. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Þú gerir eitthvað grímulaust þegar líða tekur að jólum sem þýðir að þú verður ekki með grímu þegar þú gerir það. Þú skellir þér í tólf daga þrekátak 22. desember. Fiskarnir 19. feb. - 20. mars Á meðan sumir í fiskamerkinu eru að hugsa um að gera eitthvað þá eru aðrir að gera það sem þeir eru að hugsa. Þannig hefur þetta alltaf verið. Þú kaupir skópar og stálull. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú ákveður að vera hagsýn(n) í ár og spara þér kaup á jólatré með því að líma saman nokkur herða- tré. Settu svo bara helling af engla- hári og þá sér enginn muninn. Nautið 20. apríl - 20. maí Mundu að greiða alla reikninga tímanlega núna í desember svo þeir loki ekki fyrir rafmagnið eins og í fyrra. Vertu tilbúin(n) að flýja út á land ef löggan kemur. Bíómyndin Man on the Moon eftir Milos Forman á 20 ára frumsýn- ingarafmæli í desember en hún skartaði (og skartar auðvitað enn) Jim Carrey í hlutverk grínistans Andys Kaufman sem var allan sinn listamannsferil mjög umdeildur enda tók hann upp á mörgu mjög óvenjulegu í gjörningum sínum. Jim Carrey hlaut Golden Globe- verðlaunin fyrir frábæran leik sinn og þótti mörgum það súrt að hvorki hannnémyndinvar tilnefnd til neinna Óskarsverðlauna. 30 ára frumsýningarafmæli núna í desember á svo m.a. jólamyndin National Lampoon’s Christmas Vacation , sem var frumsýnd 1. des- ember 1989. Myndin þótti og þykir auðvitað enn ein af alfyndnustu gamanmyndum síðastliðinna ára- tuga og er í raun orðin sígild mynd í hugamargra semhafa það jafnvel fyrir sið að horfa á hana a.m.k. einu sinni yfir hverja jólahátíð. Það er ágætur siður. 40 ára frumsýningarafmæli á svo m.a. myndin The Jerk eftir leikstjórann Carl Reiner með Steve Martin í aðalhlutverki sem skrifaði einnig kostulega söguna og handritið. Þetta var fyrsta bíómynd Steves og má segja að hún hafi fært honum alþjóðlega frægð og vinsældir en fram að því hafði hann fyrst og fremst verið þekktur í Bandaríkjunum fyrir mjög sérstakt uppistandsgrín og sjónvarpssketsa í hinum og þessum sjónvarpsþáttum. Þær myndir sem nú eru taldar líklegastar til að fá Óskarinn á næsta ári sem besta mynd ársins eru í eftirfarandi röð: The Irishman, Parasite, Once Upon A Time In... Hollywood, 1917, The Two Popes, Marriage Story, Jojo Rabbit, Judy, Joker, The Farewell, Rocketman, Little Women, Ford v Ferrari, A Beautiful Day In The Neighborhood, A Hidden Life, Bombshell, Waves, Knives Out, Dolomite is My Name, Honey Boy, Dark Waters, Harriett, Booksmart og The Report . Þeir karlleikarar sem eru taldir lík- legastir til að hljóta Óskar á næsta ári fyrir besta leik í aðalhlutverki eru þeir Jonathan Pryce, Adam Driver, Leonardo DiCaprio, Taron Egerton, Antonio Banderas, Eddie Murphy, Joaquin Phoenix, Christian Bale, Robert De Niro, Adam Sandler, Matthew Rhys, Brad Pitt, Michael B. Jordan, Danie Craig, Mark Ruffalo, Edward Norton, Daniel Kaluuya og Paul Walter Hauser. Og að lokum viljum við nefna þær leikkonur í aðalhlutverki sem teljast núna líklegastar til að hljóta Óskarinn. Þær eru Renée Zellweger, Scarlett Johansson, Charlize Theron, Cynthia Erivo, Saoirse Ronan, Alfre Woodard, Awkwafina, LupitaNyong’o, Beanie Feldstein, Emma Thompson, Juli- anne Moore, Elisabeth Moss, Feli- city Jones, Helen Mirren, Valerie Pachner, NoémieMerlant, Michelle Williams, Kristen Stewart, Mary Kay Place og Francesca Hayward.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=