Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD

25 Myndir mánaðarins Ben Affleck og Ana de Armas brosa hér breitt við tökur á myndinni DeepWater eftir Adrian Lyne 13. nóvember, en hún er byggð á sam- nefndri skáldsögu Patriciu Highsmith, höf- undar bókanna um hinn hæfileikaríka Ripley. Þær Elizabeth Banks og Kristen Stewart fagna hér hvor annarri á frumsýningu myndarinnar Charlie’s Angels í Los Angeles 11. nóvember, en þær leika báðar veigamikil hlutverk í henni auk þess sem Elizabeth er jafnframt leikstjóri. Jennifer Hudson og Marlon Wayans eru hér við tökur á myndinni Respect í Harlem 5. nóvem- ber, en hún er eftir Liesl Tommy og er byggð á ævisögu tónlistarkonunnar Arethu Franklin. Respect verður frumsýnd í ágúst á næsta ári. 27. desember 96 mín Íslensk talsetning: Sjá leikara í punktum Leikstjórn: Árni Ólason Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þættirnir um Bubba hafa komið út síðan 1998 og í þessari 20. þáttaröð hefur bæði hann sjálfur og allt hans umhverfi breytt um svip! Þótt þessir nýju þættir um Bubba, sem hófu göngu sína á DVD og á sjónvarpsleig- unum 11. apríl, séu með öðru sniði en áður og útlitið og umhverfið hafi breyst er hjartað á sínum stað. Hér er um að ræða fjórða hluta seríunnar með þáttum 25 til 31 og við hvetjumað sjálfsögðu bæði gamla og nýja aðdáendur til að fylgjast með frá byrjun og upplifa þau fjölmörgu verkefni sem Bubbi tekur sér fyrir hendur ... Bubbi byggir – Fjórði hluti nýrrar seríu l Þættirnir um Bubba byggi eru að sjálfsögðu vandlega talsettir á íslensku svo þau yngstu fái notið þeirra sem best en þýðandi er Hildigunnur Þráinsdóttir. Þau sem ljá persónunum raddir sínar eru m.a. Sigurbjartur Sturla Atlason, Aðalbjörn Tryggvason, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Valdís Eiríksdóttir, Íris Hólm Jónsdóttir, Bjarki Kristjánsson, Steinn Ármann Magnússon, Agla Bríet Einarsdóttir, Karl Páls- son, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Gunnar Ólason . Punktar .................................................................. Bubbi byggir

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=