Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD
14 Myndir mánaðarins 90 mín Aðalhlutv.: Sarah Hyland, Keith David, Anna Camp og Tyler James Williams Leikstj.: Robert Luketic Útg.: Myndform VOD Gamanmynd Mara er 27 ára gömul og hefur alla tíð verið harðákveðin í að binda sig ekki einummanni og því síður að ganga í hjónaband. Dag einn fer hún á stefnu- mót með kokkinum Jake og má segja að fyrir tilviljun ákveði þau að sækja saman sjö brúðkaup vina sinna til að sjá hvort það sé eitthvað fyrir þau! The Wedding Year er rómantísk gamanmynd með þeim Söruh Hyland og Tyler James Williams í aðalhlutverkum en þau eiga það sameiginlegt að hafa risið til frægðar og frama í vinsælum sjóvarpsþáttum, hún sem Haley Dunphy í Modern Family og hann sem titilpersónan í Everybody Hates Chris . Þetta er lauflétt skemmt- un þar sem ýmsar hliðar á dæmigerðum bandarískum brúðkaupum eru skoðaðar. Að prófa áður en maður kaupir Tyler James Williams og Sarah Hyland sem þau Jake og Mara í The Wedding Year . l Leikstjóri myndarinnar, Robert Lucetic sem hér gerir sína fyrstu bíómynd í sjö ár, á nokkrar þekktar og skemmtilegar rómantískar gamanmyndir að baki, t.d. Legally Blonde , Win a Date with Tad Hamilton! , Monster-in-Law , The Ugly Truth og 21 . Punktar .................................................................. 6. desember 127 mín Aðalhl.: Trine Dyrholm, Gustav Lindh, Magnus Krepper og Liv og Silja Dannemann Leikstj.: May el-Toukhy Útg.: Sena VOD Drama Anne er virtur og vel metinn lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum sem varða misnotkun á börnum. Í einkalífinu hefur henni einnig gengið vel og eiga hún og eiginmaður hennar, Peter, tvær dætur. Þegar Gustav, sonur Peters úr fyrra sambandi, flytur inn á heimilið stofnar hún til forboðins sambands við hann og leggur um leið allt sitt undir, bæði starfsheiður sinn og einkalíf ... með hrikalegum afleiðingum fyrir alla sem að málinu koma. Hér er á ferðinni mögnuð og gríðarlega áhrifarík verðlaunamynd eftir May el- Toukhy sem skrifaði einnig handritið ásamt Maren Louise Käehne. Við fylgjumst hér með hvernig Anne lætur alla skynsemi lönd og leið í sambandi sínu við stjúp- soninn og síðan til hvaða ráða hún grípur þegar upp um samband þeirra kemst ... Hið ranga verður aldrei rétt Það leikur allt í lyndi hjá hjónunum Peter og Anne, eða allt þar til sonur Peters úr fyrra hjónabandi flytur inn til þeirra. l Dronningen hefur hlotið frábærar viðtökur jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Hún hefur einnig hlotið fjölmörg verðlaun, t.d. World Cinema- verðlaunin á Sundance-hátíðinni sem besta myndin, fyrstu verðlaun á Gautaborgarhátíðinni sem besta norrænamyndin, bæði hjá dómnefnd og hjá áhorfendum, og svo verðlaun Norðurlandaráðs sem besta myndin. Þess utan hafa þau Trine Dyrholm og Gustav Lindh hlotið ómælt lof fyrir frábæran leik og er Trine nú tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. Punktar .................................................................. Dronningen – The Wedding Year 5. desember - Los Angeles Times - Screen International - Film Threat 1/2 - H. Reporter 1/2 - Variety
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=