Myndir mánaðarins, nóvember, 2019 - VOD

12 Myndir mánaðarins Héraðið Ef enginn segir neitt – þá breytist ekkert Aðalhlutverk: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hannes Óli Ágústsson, Hinrik Ólafsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir Leikstjórn: Grímur Hákonarson Útgefandi: Sena 90 mín 7. nóvember l Aðalframleiðandi myndarinnar f.h. Netop Films var Grímar Jóns- son og um kvikmyndatökuna sá Mart Taniel. Klipping var í höndum Kristjáns Loðmfjörð, Valgeir Sigurðsson samdi tónlistina og um leikmyndahönnun, búningahönnun og förðun/hár sáu Bjarni M. Sigurbjörnsson, Margrét Einarsdóttir og Kristín Júlla Kristjánsdóttir. HHHH „Kraftmikil kvikmyndaupplifun“ - Morgunblaðið, Brynja Hjálmsdóttir . HHHH „Arndís Hrönn Egilsdóttir er prímusmótorinn sem knýr þessa öskureiðu mjaltavél áfram og fer alveg á kostum í hlutverki Ingu.” - Fréttablaðið, Þórarinn Þórarinsson . „Sjónrænt sterk og eftirminnileg.” - Menningin RÚV, Heiða Jóhanns- dóttir . „Héraðið er einfaldlega kvikmynd sem allir verða að sjá, hvort sem þeir búa í sveit eða borg.” - Bændablaðið, Tjörvi Bjarnason . „Áhrifamikil saga um uppreisn.“ - Cineurope, Davide Abbatescianni : „Áhorfendavæn baráttusaga ... sem mætti vera lengri.“ - Screen, Allan Hunter . Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, semgerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Héraðið er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Gríms Hákonarsonar enhann sendi síðast frá sér hina stórgóðumynd Hrútar sem hlaut ellefu Edduverðlaun, þ. á m. fyrir leikstjórn, handrit, besta leik í aðal- og aukahlutverki karla og sembestamynd ársins 2015, og Un Certain Regard-verðlaunin í Cannes, sem eru sennilega virtustu ogmikilvægustu erlendu kvikmyndaverðlaun sem íslensk kvikmynd hefur hlotið. Það er íslenska fyrirtækið Netop Films sem framleiðir Héraðið í samvinnu við danskt (Profile Pictures), franskt (Haut et Court) og þýskt (One Two Films) fyrirtæki, en síðasta mynd Netop Films var hin vinsæla mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu , sem 50 þúsund manns sáu í bíó og hlaut fjölda verðlauna, þ. á m. tólf Edduverðlaun, og varð framlag Íslands til Óskarsverðlauna. Við viljum að sjálfsögðu hvetja kvikmyndaáhugafólk til að missa ekki af Héraðinu þegar hún kemur út á VOD-leigunum7. nóvember. ÞaðerArndísHrönnEgilsdóttirsemfermeðaðalhlutverkmyndarinnar, en hún hefur leikið bæði í sjónvarpi, kvikmyndum, útvarpi og á sviði. Arndís hefur einnig fengist m.a. við dagskrárgerð fyrir Rás 1 og starfað sem leiðsögumaður fyrir franska ferðamenn á sumrin. Þess má geta til gamans að Arndís er systir tónlistarmannsins Högna sem starfar m.a. með hljómsveitinni Hjaltalín og semur kvikmyndatónlist. Héraðið Drama Punktar .................................................... Sumarlandið. Veistu svarið? Héraðið er þriðja bíómynd Gríms Hákonarsonar í fullri lengd en hann gerði líka m.a. heimildarmyndirnar Varði Goes Europe , Hreint hjarta og Little Moscow auk nokkurra stuttmynda. En hver var hans fyrsta bíómynd sem var frumsýnd 2010? Sigurður Sigurjónsson leikur kaupfélagsstjórann Eyjólf í Héraðinu . VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=