Myndir mánaðarins, nóvember, 2019 - VOD
10 Myndir mánaðarins Mid90s Veldu þér framtíð Aðalhlutverk: Sunny Suljic, Na-Kel Smith, Olan Prenatt, Gio Galicia, Lucas Hedges, Katherine Waterston, Ryder McLaughli og Alexa Demie Leikstjórn: Jonah Hill Útgefandi: Myndform 85 mín 1. nóvember l Mid90s hefur eins og sést hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda, ekki síst fyrir hvernig Jonah Hill tekst frábærlega að endurskapa andrúmsloftið í Los Angeles árið 1995. Hafa margir þeirra kallað myndina„meistaraverk“ og um leið„eina bestu mynd ársins 2018“. Stevie er 12 ára gamall strákur í Los Angeles árið 1995 sem fær mikinn áhuga á hjólabrettaíþróttinni og kynnist í framhaldinu nokkrum eldri strákum sem eru lengra komnir í henni en hann og leggja fyrir sig ýmsar áhættuþrautir. En um leið og Stevie reynir að ná tökum á tækninni kynnist hann nýrri veröld og veruleika sem ef til vill er ekki hollur fyrir strák á hans aldri. Mid90s er fyrsta mynd leikarans góðkunna Jonah Hill sem leikstjóra og þykir hann fara heldur betur vel af stað í því hlutverki. Jonah skrif- ar einnig handritið sem að hans sögn byggir að miklu leyti á hans eigin reynslu en er einnig innblásið af myndum eins og Kids (1995), This Is England (2006), Ratcatcher (1999) og The Sandlot (1993). Til að forðast misskilning þá er þetta ekki saga umhjólabrettaíþrótt- ina þótt hún sé vissulega áberandi heldur fyrst og fremst uppvaxtar- saga hins 12 ára Stevies, byggð á þeim alvarlega undirtón sem lífið sjálft er en um leið full af hlýju og sérlega góðum húmor þar sem viðhorfin og andrúmsloftið er eins og það var í Los Angeles árið 1995 þegar Jonah var sjálfur 12 ára og sleit þar barnsskónum ... Leikstjóri og handritshöfundur Mid90s , Jonah Hill, ræðir hér við þá Lucas Hedges og Sunny Suljic við tökur á einu atriði mynd- arinnar en þeir Lucas og Sunny leika bræðurna Ian og Stevie. Mid90s Drama Punktar .................................................... God of War. Veistu svarið? Aðalpersóna Mid90s , Stevie, er leikin af hinum tólf ára Sunny Suljic sem á að baki leik í ýmsum öðrum þekktum myndum en er ekki síður þekktur í tölvuleikjaveröldinni eftir að hafa ljáð Atreusi rödd sína í einum vinsælasta leik ársins 2018. Hvaða leik? Vinahópurinn semmyndin fjallar að miklu leyti um samanstendur af þeim Ray, Reuben,„Fuckshit“ og„Fourth Grade“, auk Stevies sjálfs. VOD HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - E.W. HHHH - IndieWire HHHH - Empire HHHH - The Telegraph HHHH - Screen HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - N.Y. Times
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=