Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó
8 Myndir mánaðarins Þau Kevin Hart, Dwayne Johnson, Karen Gillan og Jack Black snúa öll aftur úr fyrri myndinni en tveir þeir fyrstnefndu eru samt ekki sömu persónurnar og þeir voru í þeirri mynd. Aftur á byrjunarreit Það muna sennilega flestir eftir Jumanji - myndinni Welcome to the Jungle sem var frumsýnd fyrir jólin 2017 og gerði það gott í kvikmyndahúsum, svo gott reyndar að það lá fyrir svo að segja strax að framhaldsmynd yrði gerð. Nú er sú mynd sem sagt tilbúin og verður frumsýnd 6. desember ef áætlun gengur eftir. Þótt persónur fyrri myndarinnar hafi svarið að fara aldrei aftur í Jumanji-leik- inn neyðast þau til þess þegar eitt þeirra, Spencer, sogast óvænt inn í hann án þess að hafa valið sér leikjapersónu eins og leikurinn krafðist í fyrri myndinni. Þar með verða félagar þeirra að fara á eftir honum og það sem meira er, bæði fjörgamall afi Nicks og vinur hans (Danny DeVito og Danny Glover) sogast inn á eftir þeim! Sjáið stikluna. Nick Jonas leikur Jefferson McDonough sem heitir í raun Alex Vreeke og hefur verið lokaður inni í leiknum í mörg ár. Á neðri myndinni eru þeir Danny Glover og Danny DeVito sem lenda líka óvart í að sogast inn í leikinn með óvæntum afleiðingum. Bíófréttir – Væntanlegt Keegan-Michael Key og John Cena leika slökkviliðsmennina Mark og Jake sem vita ýmislegt um alls konar eldsvoða en nákvæmlega ekkert um hvernig á að hugsa um þrjá krakka. Kappar í klípu Playing With Fire er þriðja bíómyndin sem kvikmyndafyrirtækið Nickelodeon sendir frá sér á árinu en þær fyrri voru myndin um Dóru landkönnuð sem var frumsýnd í ágúst og svo teiknimyndin Undragarðurinn sem var frumsýnd í apríl. Eins og þær myndir, og reyndar allar myndir sem Nickelodeon framleiðir, höfðar Playing With Fire fyrst og fremst til yngri áhorfenda, bæði barna og unglinga og er því um leið fín fjölskylduskemmtun. Myndin, sem verður frumsýnd í byrjun janúar, segir frá fjögurra manna slökkviliðsteymi í Kaliforníu sem er stundum kallað út þegar ekkert annað er í boði. Teymið, sem lýtur stjórn hins áhugasama Jakes Carson (John Cena) og gamanleikararnir Keegan-Michael Key, John Leguizamo og Tyler Mane skipa að öðru leyti, er dag einn kallað út til að hjálpa við að slökkva í gróðureldum sem ógna byggð og uppgötva þá að í einu húsinu, sem er um það bil að fara að fuðra upp, leynast þrjú systkini, þau Brynn, Will og Zoey. Þrátt fyrir einstakan klaufaskap Johns og hans manna tekst þeim að bjarga krökkunum og koma þeim í öruggt skjól í höfuðstöðvum sínum. Þá vandast hins vegar málið því krakkarnir vita ekki hvar foreldrar þeirra eru og þurfa því að hinkra eftir að þeir finnist. Og ef það er eitthvað sem Jack og hans menn kunna verr en að bjarga fólki þá er það að hafa ofan af fyrir þremur fjörugum krökkum sem eru vanir að fá það sem þeir vilja fá, hvað sem fullorðna fólkið tautar og raular. John Cena og Keegan-Michael Key ásamt meðleikurum, þ. á m. krökkunum sem leika systkinin Brynn, Will og Zoey, þeim Briönnu Hildebrand, Christian Convery og Finley Rose Slater.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=