Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

31 Myndir mánaðarins Countdown Hvað áttu langt eftir? Aðalhlutverk: Elizabeth Lail, Jordan Calloway, Talitha Bateman, Peter Facinelli, Dillon Lane, Tichina Arnold, Tom Segura, Lana McKissack, Anne Winters og Matt Letscher Leikstjórn: Justin Dec Bíó: Laugar- ásbíó, Sambíóið Egilshöll og Borgarbíó Akureyri 90 mín Frumsýnd 29. nóvember l Countdown er fyrsta mynd leikstjórans Justins Dec sem skrifaði einnig handritið. Justin er þó enginn nýgræðingur í bransanum, hefur t.d. sent frá sér nokkrar stuttmyndir, þ. ám. verðlaunamyndina Rolling árið 2008, og verið aðstoðarleikstjóri ýmissa mynda, nú síðast Instant Family og Daddy’s Home 2 eftir Sean Anders. l Elizabeth Lail sem leikur aðalhlutverkið í myndinni, hjúkrunarkon- una Quinn Harris, hefur átt vaxandi velgegni að fagna í Banda- ríkjunum á undanförnum árum sem segja má að hafi hafist þegar hún lék Önnu prinsessu í ABC-sjónvarpsþáttunum Once Upon a Time og síðan í Netflix-þáttaröðinni You sem var frumsýnd í fyrra. Quinn Harris er ung hjúkrunarkona sem dag einn fær veður af nýju appi, Countdown, sem samstarfsfólk hennar hefur verið að hlaða niður og segir til um hvað það eigi langt eftir ólifað. Quinn ákveður líka að hlaða appinu niður en bregður í brún þegar það segir að hún eigi bara um þrjá daga eftir af ævinni. Countdown er þrælskemmtilegur tryllir með yfirnáttúrulegu ívafi auk þess sem húmorinn er aldrei langt undan þannig að áhorfend- ur vita stundum ekki hvort þeir eigi að hrökkva í kút eða hlæja. Leikkonan Elizabeth Lail þykir fara hér á miklum kostum í hlutverki Quinn Harris sem líst ekkert á blikuna þegar appið segir henni að hún eigi bara tæpa þrjá daga eftir. Fyrst heldur hún að þetta sé bara hrekkur og grín en uppgötvar að svo er ekki þegar aðrir sem appið sagði að ættu minna líf eftir en hún taka að týna tölunni ... Hjúkrunarkonan Quinn Harris er spennt að prófa nýja appið sem allir eru að tala um en verður ekki um sel þegar það gefur til kynna að hún eigi ekki nema tæpa þrjá daga ólifaða. Hvað gera hjúkrunarkonur þá? Countdown Tryllir Punktar .................................................... Annabelle: Creation. Veistu svarið? Talitha Bateman leikur stórt hlutverk í Countdown en hún er m.a. þekkt úr myndum eins og The 5th Wave , So B. It , Nine Lives , Geostorm og Love, Simon , og fyrir að leika Janice í leikstjórn Davids F. Sandberg í einni af betri hrollvekjum ársins 2017. Hvaða hrollvekju? Þetta skemmtilega app sýnir upp á sekúndu hvenær fólk deyr. Til að byrja með er Quinn auðvitað að vona að„dauða-appið“ sé bara einhvers konar grín eða hrekkur en kemst brátt að því eins og aðrir að það hefur hingað til haft rétt fyrir sér í öllum öðrum tilfellum. 29. nóvember

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=