Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

26 Myndir mánaðarins Frozen II Íslensk talsetning: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Ágústa Eva Erlends- dóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Sigurður Þór Óskarsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Steinn Ármann Magnússon, Magnús Ólafsson, Björn Thorarensen, Margrét Friðriksdóttir og fleiri Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 22. nóvember Teiknimynd / Fjölskylduskemmtun 108 mín Svaraðu kallinu l Myndin verður sýnd með íslenskri, enskri og pólskri talsetningu og í ensku talsetningunni eru það þau Kristen Bell, Idina Menzel, Jason Ritter, Jonathan Groff, Evan Rachel Wood, Josh Gad, Sterling K. Brown og Alfred Molina sem ljá helstu persónunum raddir sínar. Teiknimyndin Frozen kom, var séð og sigraði heiminn árið 2013 enda varð hún fljótlega að vinsælustu teiknimynd allra tíma og hlaut nánast öll þau verðlaun sem veitt eru teiknimyndum, þ. á m. tvenn Óskarsverðlaun, fyrir besta kvikmyndalag ársins ( Let It Go ) og sem besta teiknimynd ársins. Síðan hafa aðdáendur beðið eftir framhaldinu sem nú er loksins komið, en Frozen II verður frumsýnd 22. nóvember. Það þarf alveg örugglega ekki að hvetja neinn aðdáanda fyrri myndarinnar að sjá Frozen II í bíó en á bak við gerð hennar standa allir þeir sömu og gerðu fyrri myndina, þ. á m. laga- og texta- höfundarnir Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez sem galdra hér fram nýjar perlur sem lifa munu lengi í minningunni, rétt eins og t.d. lag þeirra Let It Go úr fyrri myndinni gerir enn í dag. Að sjálfsögðu snúa allar aðalpersónur fyrri myndarinnar einnig aftur ásamt nokkrum nýjum en hér segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna þess töframáttar sem Elsa býr yfir. Þar lenda þau í mögnuðu og verulega óvæntu ævintýri, en einnig hættum sem verða til þess að öfugt við ótta Elsu í fyrri myndinni um að kraftur hennar væri of mikill óttast hún nú að krafturinn verði ekki nægur. Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=