Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

24 Myndir mánaðarins Midway Orrustan sem breytti öllu Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Ed Skrein, Patrick Wilson, Luke Evans, Aaron Eckhart, Nick Jonas, Mandy Moore, Dennis Quaid og Darren Criss Leikstjórn: Roland Emmerich Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Sambíóið Álfabakka og Borgarbíó Akureyri 138 mín Frumsýnd 15. nóvember l Þegar upp var staðið eftir hina þriggja daga Midway-orrustu höfðu báðir aðilar tapað nokkrum skipum en það sem gerði gæfu- muninn var að Bandaríkjamönnum tókst að skjóta niður og eyði- leggja allar flugvélarnar sem Japanir voru með á skipum sínum (og beittu m.a. hiklaust til sjálfsmorðsárása) og lama þá þar með í lofti á meðan þeir sjálfir áttu nóg af flugvélum eftir. Talið er að Banda- ríkjamenn hafi misst 307 manns í hildarleiknum semorrustan sann- arlega var en Japanir misstu meira en þrjú þúsund manns, þ. á m. alla sína flugmenn, og áttu ekki eftir að bera sitt barr eftir þetta. l Midway á örugglega eftir að njóta mikilla vinsælda og viljum við minna á að þetta er akkúrat sú tegund af mynd sem kvikmynda- áhugafólk þarf að sjá á stóru tjaldi þar sem hasarinn nýtur sín best. Midway er n ýjasta mynd stórmyndakóngsins Rolands Emmer- ich og dregur nafn sitt af samnefndri sjóorrustu á milli Banda- ríkjanna og Japans í heimsstyrjöldinni síðari sem átti sér stað vestan við Midway-eyju á Kyrrahafi 4.–7. júní 1942, sex mán- uðum eftir að japanski flugherinn hafði gert árás á og stór- laskað flota Bandaríkjanna í Pearl Harbour við Hawaii-eyjar. Í Midway-orrustunni öttu kappi bandarísku flotaforingjarnir Chester Nimitz, Frank Jack Fletcher og Raymond A. Spruance og japanskir kollegar þeirra, Isoroku Yamamoto, Chūichi Nagumo og Nobutake Kondō, og voru það þeir síðarnefndu sem gerðu árásina, en markmið Japana var sem fyrr að þurrka út allan flota Bandaríkjanna á Kyrrhafi svo þeir gætu verið þar einráðir. Sagan í myndinni er sögð fylgja hinni raunverulegu atburðarás nokkuð vel og að sjálfsögðu verður boðið upp á magnaða kvikmyndaveislu og hasar að hætti Rolands sem nýtir sér hljóð- og sjónbrellur til fulls við að koma upplifuninni til skila ... Woody Harrelson leikur flotaforingjann Chester Nimitz sem bar ásamt tveimur öðrum bandarískum flotaforingjum hitann og þungann af gagnaðgerðum Bandaríkjamanna í orrustunni. Midway Sannsögulegt Punktar .................................................... John Cusack. Veistu svarið? Nokkrir af aðalleikurum Midway hafa áður starfað með leikstjóranum Roland Emmerich, þ. á m. Woody Harrelson sem lék spámanninn Charlie Frost í mynd hans 2012 . En hvaða bandaríski leikari fór með aðal- hlutverkið í þeirri mynd, hlutverk Jacksons Curtis? Roland Emmerich við tökur á myndinni en hann á m.a. að baki Independence Day -myndirnar tvær, Stargate , White House Down , The Day After Tomorrow , 2012 , Godzilla og Universal Soldier . Patrick Wilson er á meðal fjölmargra þekktra leikara í myndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=