Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

22 Myndir mánaðarins Ford v Ferrari Gefðu allt í botn! Aðalhlutverk: Christian Bale, Matt Damon, Caitriona Balfe, Jon Bernthal, JJ Feild, Josh Lucas, Ray McKinnon, Noah Jupe, Tracy Letts og Jenelle McKee Leikstjórn: James Mangold Bíó: Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Egilshöll og Kringlunni og Borgarbíó Akureyri 152 mín Frumsýnd 15. nóvember l Ford v Ferrari hefur verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og hlotið mjög góða dóma þeirra sem séð hafa. Þykir hún gefa frá- bæra innsýn í kappaksturslífið á sjöunda áratug síðustu aldar og hafa þeir Matt Damon og Christian Bale báðir verið nefndir sem líklegir kandídatar til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn svo og myndin sjálf, leikstjórn hennar og handrit. Við sjáum hvað setur í þeim efnum en það er a.m.k. ljóst að hér er á ferðinni toppskemmtun sem langflestir kvikmyndaunnendur munu hafa mjög gaman af. l Myndinni er leikstýrt af James Mangold semám.a. að baki þekktar og góðar myndir eins og Logan , The Wolverine , 3:10 to Yuma , Walk the Line , Identity , Kate & Leopold , Girl, Interrupted og Cop Land . Ford v Ferrari eftir James Mangold er sönn saga um samstarf kappakstursmannsins Kens Miles og bílasmiðsins og frum- kvöðulsins Carrolls Shelby sem árið 1966 fengu 90 daga til að setja saman bíl hjá Ford-verksmiðjunum sem gæti sigrað Ferrari í Le Mans-kappakstrinum, en Ferrari-bifreiðar báru á þessum tíma höfuð og herðar yfir aðra kappakstursbíla. Þótt hinn sólarhringslangi Le Mans-kappakstur sem fram fór 18.– 19. júní 1966 sé auðvitað hápunktur þessarar myndar er sjónum hér fyrst og fremst beint að þeim félögum Ken Miles og Carroll Shelby sem voru gerólíkir að upplagi en áttu kappakstursáhugann sameiginlegan. Báðir höfðu þeir komið ár sinni vel fyrir borð þegar hér var komið sögu en vildumeira og dreymdi umað hanna bíl sem gæti skorað Ferrari á hólm í Le Mans. Sú vegferð reyndist þyrnum stráð en þeir Ken og Carroll voru ekki þekktir fyrir að gefast upp ... Matt Damon og Christian Bale leika þá Carroll Shelby og Ken Miles og eru báðir taldir líklegir kandídatar til Óskarsverðlauna fyrir þá túlkun. Ford v Ferrari Sannsögulegt Punktar .................................................... Matt fyrir The Martina og Christian Bale fyrir The Big Short. Veistu svarið? Þetta er í fyrsta sinn semþeirMatt Damon ogChristian Bale leika saman í bíómynd en þeir eiga það m.a. sameiginlegt að hafa hampað hvor sínum Óskarnum og voru svo báðir tilnefndir til Óskars árið 2016 fyrir leik í tveimur ólíkummyndum Hvaða myndum? Ferrari-bílarnir báru á þessum tíma af í kappakstursheiminum. Ken Miles var einn sigursælasti ökuþór Bandaríkjanna á fimmta og sjötta áratug 20. aldar og keppti m.a. á Bugatti, Alfa Romeo og Ford.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=