Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó
16 Myndir mánaðarins Motherless Brooklyn Eitthvað er ekki eins og það ætti að vera Aðalhlutverk: Edward Norton, Bruce Willis, Gugu Mbatha-Raw, Alec Baldwin, Willem Dafoe, Fisher Stevens, Dallas Roberts, Leslie Mann og Bobby Cannavale Leikstjórn: Edward Norton Bíó: Sambíóin Kringlunni, Keflavík og Akureyri, og Háskólabíó 144 mín Frumsýnd 1. nóvember l Motherless Brooklyn er byggð á samnefndri verðlaunabók Jonathans Lethem sem kom út árið 1999 og í einstaklega góðri þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl árið 2007, en fyrir hana hlaut Eiríkur íslensku þýðingarverðlaunin. l Gerð þessarar myndar hefur átt hug og hjarta Edwards Norton um margra ára skeið en hann keypti kvikmyndaréttinn að henni árið 2002 og ákvað að gera allt í senn, fjár- magna og framleiða myndina, skrifa hand- ritið, leikstýra og leika aðalhlutverkið. Hermt er að allir aðrir aðalleikarar myndarinnar hafi samþykkt að leika í henni fyrir lágmarkslaun. Motherless Brooklyn gerist á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá manni einum, Lionel Essrog, sem þjáist af tourette- taugaheilkenninu og hefur umárabil starfað hjá einkaspæjara að nafni Frank Minna í New York. Dag einn er Frank myrtur af ókunnum aðila og í framhaldinu kemst fátt annað að í huga Lionels en að finna þann seka og komast að ástæðu morðsins. Það bíða vafalaust margir spenntir eftir að sjá þessa stórkostlegu sögu rithöfundarins Jonathans Lethem lifna við á hvíta tjaldinu en hún gerist eins og segir hér að ofan á sjötta áratug síðustu aldar í NewYork og var mikil áhersla lögð á að endurskapa umhverfið og andrúmsloftið frá þeim tíma í myndinni. Segja má að sagan sé marglaga ráðgáta þar sem ekkert er eins og það sýnist í fyrstu ... eins og reyndar Lionel Essrog kemst að þegar hann fer að rannsaka morðið á Frank Minna ... Edward Norton bæði leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið, spæjarann Lionel Essrog sem er harðákveðinn í að finna morðingja yfirmanns hans og læriföður, Franks Minna, sem Bruce Willis leikur. Motherless Brooklyn Glæpadrama / Morðgáta Punktar .................................................... Ben Stiller. Veistu svarið? Motherless Brooklyn er önnur myndin sem Edward Norton leikstýrir en þá fyrstu, Keeping the Faith , gerði hann árið 2000. Þar lék hann ungan prest sem keppti við vin sinn um ástir Önnu Riley sem Jenna Elfman lék. En hver lék vin hans og keppinaut? Gugu Mbatha-Raw leikur Lauru Rose í Motherless Brooklyn . Alec Baldwin leikur Moses Randolph sem kemur mikið við sögu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=