Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

13 Myndir mánaðarins Taylor Swift leikur Bombalurinu í Cats og er þetta um leið stærsta hlutverkið sem hún hefur tekið að sér í bíómynd. Tvær teiknimyndir í desember Það er enginn alvöru bíómánuður án góðrar teiknimyndar og í desember bjóða kvikmyndahúsin upp á tvær slíkar, annars vegar bandarísku myndina Njósnarar í dulargervi ( Spies in Disguise ) og hins vegar dönsku myndina Hodja og töfrateppið en hún heitir á frummálinu Hodja fra Pjort . Njósnarar í dulargervi segir frá ofurnjósnar- anum Lance Sterling sem er ekki bara besti njósnari í heimi heldur einnig sá best klæddi. Það er ekkert sem hann getur ekki, nema hafa hendur í hári óþokkans Tristans McFord enda er þar á ferðinni alveg gríðar- lega öflugur andstæðingur. En auðvitað verður Lance að reyna allt, jafnvel eftir að hann breytist fyrir mistök í dúfu! Hodja og töfrateppið fjallar hins vegar um persneska drenginn Hodja sem uppgötvar að töfrateppi afa síns virkar, en lætur ekki að stjórn hvers sem er. Hodja tekst samt að öðlast traust þess og þar með getur hann flogið á því út um allt. En gamanið kárnar þegar einn soldáninn á svæðinu girnist teppið og lætur sína menn klófesta það. Trúðu þínum eigin augum Söngleikurinn Cats kemur í kvikmynda- hús 26. desember og verður því ein af aðaljólamyndunum í ár. Myndin er í leikstjórn Óskarsverðlaunahafans Toms Hooper sem gerði einnig kvikmynda- útfærslu söngleiksins Les Misérables árið 2012 og á þess utan að baki klassa- myndir eins og The Damned United , The King’s Speech og The Danish Girl . Eins og flestir vita er tónlistin í Cats eftir Andrew Lloyd Webber sem samdi hana á árunum 1977 til 1980 við ljóðabálkinn Old Possum’s Book of Practical Cats eftir T. S. Eliot, en hann segir frá kommúnu kattartegundar sem nefnist „Jellicles“ og gerist aðmestu kvöldið semkommúnan, undir stjórn leiðtogans Deuteronomy, velur hvaða köttur í hópnum verður sendur til„himna“ svo hann geti fæðst aftur og hafið nýtt líf. Eftir að Andrew Lloyd Webber hafði lokið við að semja tónlistina ákvað framleiðandinn Cameron Mackintosh að fá leikstjórann Trevor Nunn og danshöfundinn Gillian Lynne til að sviðsetja söngleikinn og var hann fluttur í fyrsta sinn á West End í London árið 1981. Allar götur síðan hefur Cats farið sigurför um heiminn í óteljandi uppfærslum og er talinn hafa halað inn a.m.k. fimm milljarða dollara í miðasölu. Þeir eru áreiðanlega fáir sem þekkja ekki einn aðalsmellinn úr Cats , lagið Memory sem læðan Griza- bella syngur, en hún er í myndinni leikin af Jennifer Hudson. Bíófréttir – Væntanlegt Ian McKellen leikur leikhúsköttinn Gus og á meðal annarra leikara eru þau James Corden, Judi Dench, Rebel Wilson, Idris Elba, Ray Winstone, Jennifer Hudson, Larry Bourgeois, Jason Derulo og Francesca Hayward sem leikur Victoriu. Njósnarar í dulargervi verður frumsýnd 26. desember. Hodja og töfrateppið verður frumsýnd 6. desember.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=