Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

12 Myndir mánaðarins George MacKay leikur annað aðalhlutverkið í 1917 eftir Sam Mendez en hún er sögð alveg gríðarlega vel gerð og áhrifarík. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Taika Waititi leikur einnig eitt aðalhlutverkið í myndinni, hinn ímyndaða Adolf Hitler, og Roman Griffin Davis leikur titilpersónuna,„Jojo Rabbit“ Betzler. Eru ekki allir eins? JoJo Rabbit er nýjasta mynd nýsjálenska leikstjórans og húmoristans Taikas Waititi ( What We Do in the Shadows , Hunt for the Wilderpeople , Þór: Ragnarök ) og skrifaði hann einnig handritið sem er byggt á bókinni Caging Skies frá árinu 2008 eftir rithöfundinn Christine Leunens. Segja má að JoJo Rabbit, sem til stendur að frumsýna hér á landi í byrjun janúar , sé léttgeggjuð satíra, en sagan gerist í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni og segir frá 10 ára dreng, Johannesi „Jojo Rabbit“ Betzler sem er sérlega tryggur föðurlandsvinur og á sér ímyndaðan vin sem er nokkurs konar barnaútgáfa af fyrirmynd Johannesar, foringjanum Adolf Hitler. Johannes býr með móður sinni, Rosie, en faðir hans er hermaður og eldri systir hans er nýdáin úr skæðri inflúensu. Kvöld eitt þegar Johannes er einn heima ákveður hann að rannsaka dularfullan hávaða sem kemur frá háaloftinu og uppgötvar að þar er í felum stúlka að nafni Elsa sem er jafnframt gyðingur. Í fyrstu verður Johannes öskureiður yfir þessu og ákveður að tilkynna Elsu til Gestapó en hættir við þegar Elsa bendir honum á að ef Gestapó uppgötvar felustað hennar verði Rosie tekin af lífi fyrir að fela hana. Í framhaldinu fer svo í gang viðburðarík atburðarás sem á eftir að breyta lífi Johannesar til frambúðar. Skoðið skemmtilega stikluna. Besta stríðsmynd allra tíma? Breski Óskarsverðlaunaleikstjórinn Sam Mendez sem sendi síðast frá sér James Bond -myndirnar Spectre og Skyfall , og þar á undan myndir eins og Revolution- ary Road , Jarhead og American Beauty , er nú kominn á kreik á ný og verður nýjasta mynd hans, 1917 , frumsýnd í Bandaríkjunum um jólin svo hún geti tekið þátt í Óskarsverðlaunabaráttunni og síðan almennt í kvikmyndahúsum um allan heim í byrjun janúar. Myndin gerist í fyrri heimsstyrjöldinni, nánar tiltekið um vorið 1917 í Norður- Frakklandi, þar sem tveimur breskum hermönnum, Schofield og Blake, er falið það verkefni að koma þeim áríðandi skilaboðum til 160-manna breskrar herdeildar, framarlega í víglínunni, að hún sé um það bil að fara að ganga í gildru Þjóðverja og verði þurrkuð út eins og hún leggur sig snúi hún ekki við hið snarasta. Verkefnið er nánast vonlaust því til að koma boðunum til skila þurfa þeir Schofield og Blake að hlaupa óséðir í gegnum stórhættulegt óvinasvæði á nánast mettíma. Þeir verða hins vegar að hlýða skipuninni og leggja því þegar af stað í þessa feigðarför. Sá orðrómur gengur ummyndina að hún sé stórkostlegt listaverk í alla staði, gríðarlega raunveruleg og áhrifarík og segja sumir að hún muni skipa sér í flokk með bestu stríðsmyndum sem gerðar hafa verið. Þangað til annað kemur í ljós ætlum við að trúa því. Sam Rockwell og Scarlett Johansson leika stór hlutverk í myndinni ásamt Thomasin McKenzie, Rebel Wilson og Stephen Merchant. Óskarsverðlaunahafinn Sam Mendez leikstýrir hér þeim Dean- Charles Chapman og George MacKay fyrir tökur á einu atriði myndarinnar, en hún gerist að miklu leyti á einum degi. Bíófréttir – Væntanlegt

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=