Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan

30 Myndir mánaðarins Tegund: Skot- og hasarleikur Kemur út á: PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark: 18+ Útgáfudagur: 4. október Framleiðandi: Ubisoft Útgefandi: Myndform Ellefti Ghost Recon -leikurinn er væntanlegur í verslanir 4. október en hann er sögulega beint framhald Ghost Recon Wildlands sem kom út 2017, en gerist fjórum árum síðar. Ghost Recon Wildlands er vinsælasti og söluhæsti Tom Clancy-leikurinn frá upphafi, en hann var og er spilaður af meira en 15 milljón manns og var bæði tilnefndur til og hlaut fjölda verðlauna. Það er fastlega búist við að þessi nýi leikur seríunnar, Ghost Recon Breakpoint, eigi eftir að gera enn betur enda hef- ur ekkert verið til sparað við að gera upplifunina enn skemmtilegri en áður. Leikurinn gerist árið 2023 á eyjunni Auroru í Suður-Kyrrahafi og fara leikmenn hér í föt og skó Anthonys „Nomad“ Perryman sem leiðir Delta 5 „Draugadeild- ina“ og hefur fengið það verkefni að uppræta í eitt skipti fyrir öll ólöglega starfsemi á eynni sem ógnar heimsfriðinum. Risastór opin veröld, einspil eða netsamspil, sex tonn af vopnum, æsileg verkefni og alveg stórbrotin saga. Tom Clancy’s Ghost Recon Breakpoint Tölvuleikir

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=