Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan
28 Myndir mánaðarins Ljótubrúðurnar búa í Ljótabæ þar sem þær una ágætlega við sitt. Það á eftir að breytast dálítið þegar nokkrar þeirra leggja land undir fót og uppgötva að hinum megin við stóra fjallið þeirra er annar bær, Fullkomnibær, þar sem allar brúðurnar eru fullkomnar en ekki ljótar eins og þær sjálfar. Spider-Man: Into the Spider-Verse er stór- skemmtilegt hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man -myndum þar sem aðalsöguhetjan Miles Morales telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann – en hefur auðvitað rangt fyrir sér. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta teikni- mynd ársins 2018. Þau Ben og Alice hafa verið bestu vinir allt frá því þau hittust fyrst í menntaskóla og bjóða hvort öðru að koma með í alls konar veislur og mannfögnuði í stað þess að mæta einsömul. Vandamálið er að um leið halda flestir að þau séu par þannig að þau þurfa stöðugt að vera að neita að svo sé. Gengur það upp? Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksins Hiksta og drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir þurfa að takast á við hinn illa drekabana Grimmel sem hefur einsett sér að ná Tannlausa á sitt vald. Það má honum að sjálfsögðu ekki takast! Billy er 14 ára munaðarlaus strákur sem í byrjun sögunnar er að flytja inn á sitt sjöunda fósturheimili. Kvöld eitt þegar hanneráflóttaundanstrákumsemætla að berja hann lendir hann í nokkurs konar hliðarveröld þar sem dularfullur karl gefur honum krafta til að breyta sér í fullorðnu ofurhetjuna Shazam! Þriðja myndin um leigumorðingjann John Wick, sem í lok myndar númer tvö neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst varð að nánast hver og einn einasti leigumorðingi í heimi myndi innan klukkustundar hefja leit að honum til að drepa hann og innheimta verðlaunafé fyrir vikið. Hér sjáum við hvað gerist svo! Ísbjörninn viðkunnanlegi, Nonni norð- ursins, sem bjargaði málunum í fyrstu myndinni um hann og vini hans snýr hér aftur til að taka við gulllyklinum að New York þar sem hann er hetja og heiðurs- gestur. En skjótt skipast veður í lofti og áður en varir er Nonni kominn á kaf í ný vandamál sem hann verður að leysa. Sam er 33 ára maður sem býr einn í leiguíbúð í fjölbýli. Nótt eina kynnist hann nágrannakonu sinni, Söruh, þar sem hún er að synda í sundlaug fjöl- býlisins og ákveða þau að hittast á ný daginn eftir. Sam verður því meira en lítið hissa um morguninn þegar Sarah reynist vera flutt úr íbúð sinni! Sexáreru liðin fráþvíaðviðhittumsíðast hinn ljúfa og nautsterka Ralf sem nú lendir í nýjumævintýrum ásamt vinkonu sinni, Vannellópu sykursætu, þegar sérkennileg bilun í leiktækjasalnum þar sem þau vinna verður til þess að þau fara í einstaklega viðburðaríkt ferðalag á Internetinu! Fyndin skemmtun fyrir alla. Skólafélagarnir og vinkonurnar Amy og Molly eru fyrirmyndarnemendur og hafa með mikilli elju uppskorið góðar einkunnir sem duga til að komast í bestu framhaldsskólana. En árangurinn hefur kostað þær miklar fórnir á félagslega sviðinu og nú er kominn tími til að bæta úr því í eitt skipti fyrir öll! Hlekkur er forsöguleg vera sem er mitt á milli þess að vera api og maður. Sem stendur býr hann einn og yfirgefinn í skógi en trúir því að ef hann getur fengið landkönnuðinn Lionel Frost til að að- stoða sig muni hann finna ættingja sína í hinum þjóðsögulega dal Sjangrí-La þar sem tíminn er sagður hafa staðið kyrr. Erica er ung kona sem snýr aftur til heimabæjar síns, August Creek, til að vera viðstödd brúðkaup systur sinnar og aðstoða við undirbúninginn. Með í för er unnusti hennar, Mark, sem veit auðvitað ekki að í August Creek býr fyrrverandi unnusti Ericu, Nate, sem er enn yfir sig ástfanginn af henni. Bændahjónin Kyle ogTori Breyer vita ekki hvaðan á þau stendur veðrið þegar eitthvað sem líkist loftsteini skellur á landareign þeirra. Við athugun finna þau kornabarn sem virðist hafa komið með þessari sendingu utan úr geimnum og ákveða að ganga því í foreldra stað. Það á sannarlega ekki eftir að fara vel. Harry Goodman er einkaspæjari í borg- inni Ryme þar sem mannfólkið og póké- monar búa saman, að mestu í sátt og samlyndi. Þegar Harry hverfur dag einn sporlaust af skrifstofu sinni kemur það í hlut tvítugs sonar hans, Tims, ásamt fyrrverandi félaga Harrys, pókémon- spæjaranum Pikachu, að leysa málið Elton John þarf engrar kynningar við enda hefur hann trónað á toppnum í popptónlistinni allar götur frá því hann sló fyrst í gegn árið 1970 með lagi sínu Your Song. En tónlistarsaga hans nær mun lengra aftur í tímann en það og í þessari mynd leikstjórans Dexters Fletcher er farið yfir feril hans frá byrjun. Eftir að hinum máttuga Thanosi tókst það ætlunarverk sitt að þurrka út helming mannkyns á Jörðu með einum fingrasmelli og krafti eilífðarsteinanna er þeim sem eftir lifa af Avenger-hópnum vandi á höndum. Geta þau snúið gjörðum Thanosar við og endurheimt allar þær ofurhetjur sem hann eyddi? Hin sígilda saga dr. Seuss um ótuktina Trölla sem ákvað að stela jólunum frá íbúum Hver-bæjar kemur í ferskum og mjögfyndnumbúningiteiknimyndafyrir- tækisins Illumination sem gerði m.a. Aulinn ég -myndirnar, myndirnar vinsælu um litlu gulu Skósveinana, Syngdu og Leynilífgæludýra . Dögg er ung stúlka sem með aðstoð móður sinnar skapar ekki bara söguna um Undragarðinn heldur byggir upp hluta hans heima hjá þeim mæðgum. Þegar Dögg rekst síðan á gamlan og gleymdan skemmtigarð í niðurníðslu reynist ímyndunarafl hennar svo sterkt að garðurinn hreinlega lifnar við! Kvikmyndagerðarmaðurinn og Óskars- verðlaunahafinn Michael Moore vakti mikla athygli sumarið 2016 þegar hann spáði því fullum fetum að DonaldTrump myndi sigra í bandarísku forsetakosn- ingunum 8. nóvember sama ár. Í Fahrenheit11/9 útskýrir hann vel hvernig hann sá sigurTrumps fyrir. Ævintýri Sannsögulegt Gamanmynd Hasarmynd Fjölskyldumynd Grínhasar Teiknimynd Teiknimynd Ráðgáta Teiknimynd Teiknimynd Teiknimynd Tryllir Gamanmynd Heimildarmynd Rómantík Teiknimynd Teiknimynd Teiknimynd Avengers: Endgame Plus One Rocketman JohnWick: Chapter 3 Parab... The Grinch Shazam! Under the Silver Lake Spider-Man: Into the Spi... Pokémon Detective Pikachu Að temja drekann sinn 3 Nonni norðursins 2 Brightburn Undragarðurinn Ralf rústar Internetinu Booksmart Týndur hlekkur August Creek Fahrenheit 11/9 UglyDolls Martha er orðin dálítið leið á hlutunum og ákveður að fara á elliheimili til að deyja (að eigin sögn). En undir hrjúfu yfirborðinu býr kraftur og áræðni sem kemur vel í ljós þegar hún fær þá hugdettu að stofna hvatningarsveit ásamt hinum konunum á elliheimilinu og taka þátt í keppni fyrir 18 ára og eldri. Tvær konur sem hafa sérhæft sig í alls kyns svikum og prettum taka höndum saman um að svindla hressilega á for- ríkum mönnum og fá þá til að gefa sér hluta af auðæfum sínum. Allt gengur upp eins og í sögu þar til tækni- frömuðurinn og milljarðamæringurinn Thomas kemur til sögunnar. Gamanmynd Gamanmynd Poms The Hustle Hefurðu séð þessar?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=