Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan

25 Myndir mánaðarins The Sun is Also a Star – Teitur: Jól 28. október 100 mín Aðalhlutverk: Yara Shahidi, Charles Melton, Anais Lee og John Leguizamo Leikstj.: Ry Russo-Young Útg.: Síminn VOD Rómantík Rómantísk og ljúf ástarsaga um New York-búana Natöshu og Daniel (Yara Shahidi og Charles Melton) sem fella hugi saman svo að segja strax eftir að þau hittast. Yfir sambandi þeirra hvílir þó sá skuggi að þar sem fjölskylda Natöshu kom ólöglega til Bandaríkjanna stendur til að vísa henni úr landi. The Sun is Also a Star eftir leikstjórann Ry Russo-Young er byggð á samnefndri met- sölubók Nicolu Yoon sem kom út árið 2016 og fylgdi í kjölfar fyrstu bókar hennar, ástarsögunnar Everything, Everything , semvar einnig kvikmynduð og komút í fyrra með þeim Amöndlu Stenberg og Nick Robinson í aðalhlutverkum. Þegar Daniel hittir Natöshu í fyrsta sinn verður hann svo hrifinn af henni að þegar hún segir honum að hún trúi ekki á ástina lofar hann henni því að ef hún eyði restinni af deginummeð honummuni hún verða jafnástfangin af honum og hann er nú þegar af henni. Þar semNatasha hefur engu að tapa tekur hún áskoruninni ... Ást við aðra sýn Punktar .................................................................. HHH 1/2 - Seattle Times HHH 1/2 - IndieWire HHH 1/2 - Arizona Republic HHH 1/2 - ReelViews HHH - R.Ebert HHH - R. Stone HHH - L.A. Times Barnaefni 25. október Brúðumynd um Teit og alla vini hans í leikskólanum Útgefandi: Myndform 29 mín VOD Jólin eru á næsta leiti og Teitur og allir vinir hans á leikskólanum hafa nóg að gera við að skreyta og skrifa jólasveininum hvað þau vilja fá í jólagjöf. Brúðumyndirnar um Teit og félaga eru eftir þá sömu og gerðu myndirnar um hrútinn Hrein og félagana Wallace og Gromit. Þær eru fyrst og fremst ætlaðar yngstu áhorf- endunum enda gerast þær að miklu leyti á leikskóla eins og þessi jólaþáttur sem er óvenjulangur, eða 29 mínútur, en yfirleitt eru þessir skemmtilegu þættir um 10 mín- útna langir. Svo mikið eru dýrin upptekin við jólaundirbúninginn að þau taka ekki eftir því að úti er skollin á þung snjókoma þannig að þau komast ekki heim. En auðvit- að kann Teitur að gera gott úr öllu saman! Jólaannir í leikskólanum

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=