Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan

24 Myndir mánaðarins 25. október 90 mín Aðalhlutverk: Ashley Newbrough, Jesse Hutch og Adam Hurtig Leikstjórn: Douglas Mitchell Útgefandi: Myndform VOD Rómantík Allt frá æsku hafa þau Sarah og Nick verið vinir og hafa m.a. hist fyrir utan heimili Söruh á hverju ári fyrir jólin til að búa til snjókarl. Hins vegar hefur aldrei neitt verið ámilli þeirra annað en vinskapur, en það heldur Sarah því hún veit ekki að allan þennan tíma hefur Nick verið ástfanginn af henni en aldrei þorað að segja það upphátt. Þegar nýr maður, Cole, sem er sannar- lega ekki allur þar sem hann er séður, kemur inn í líf Söruh breytist allt. Snowmance er ein af þessum léttu, rómantísku„feel good“-myndum frá MarVista- kvikmyndafyrirtækinu sem gerast oftar en ekki í hinum fullkomna heimi. Í þetta sinn er ævintýrabragur á sögunni því í ljós kemur að Cole er enginn venjulegur maður heldur sjálfur draumaprinsinn sem Sarah hefur alltaf langað til að kynnast og ef Nick vill ekki sitja eftir með sárt ennið þarf hann nú að grípa til róttækra ráða ... Á sama tíma að ári ... Ashley Newbrough og Jesse Hutch leika aðalhlutverkin í myndinni ásamt Adam Hurtig. Nekrotronic – Snowmance 25. október 99 mín Aðalhlutverk: Ben O’Toole, Monica Bellucci og Caroline Ford Leikstjórn: Kiah Roache-Turner Útgefandi: Myndform VOD Fantasía/hasar Howard North er ósköp venjulegur náungi semásamt félaga sínum, Rangi, starfar við að hreinsa rotþrær. Dag einn kemst hann að því, sér til mikillar furðu, að hann er ekki sá sem hann hélt hann væri heldur lykilmaður í æsilegri baráttu við ófrýnilega djöfla sem undir stjórn hinnar meinillu Finnegan nota Internetið til að veiða mannlegar sálir og fá aldrei nóg. Nekrotronic er eftir áströlsku bræðurna Kiah og Tristan Roache-Turner og hefur verið lýst sem vísindaskáldsögugrínhrolli eða sem brjálæðislegri blöndu af mynd- um eins og Tron , TheMatrix , Ghostbusters og Men in Black með dassi af Shaun of the Dead til hliðar. Myndin byrjar rólega en um leið og Howard uppgötvar hver hann er í raun hefst hasar sem á fáa sína líka. Og sem betur fer á okkar maður hauka í horni í formi annarra mannlegra vera sem eins og hann eru fæddar djöflabanar ... Trúðu því sem þú sérð Ben O’Toole leikur skólptækninn Howard sem kemst að því sér til furðu einn góðan veðurdag að hann er ekki sá sem hann hélt hann væri!

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=