Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan
23 Myndir mánaðarins Charlie’s Angels og Charlie’s Angels: Full Throttle – Elías 24. október Aðalhlutv.: Cameron Diaz, Drew Barrymore, Lucy Liu og Bill Murray/Bernie Mac Leikstj.: McG Útg.: Sena VOD Grínhasar Þann15. nóvember næstkomandi verður þriðjabíómynd- in um engla Charlies frumsýnd (sjá hinum megin í blað- inu) og af því tilefni verða tvær þær fyrri endurútgefnar á sjónvarpsleigunum, gömlum aðdáendum vafalaust til mikillar ánægju en ekki síður til að kynna þessar kjarna- konur fyrir nýjum kynslóðum kvikmyndaunnenda. Charlie’s Angels -myndirnar eru byggðar á samnefndum sjón- varpsþáttum frá áttunda áratug síðustu aldar semnutumikilla vinsælda og skörtuðu upphaflega í aðalhlutverkum þeim Kate Jackson, Farrah Fawcett og Jaclyn Smith, ásamt David Doyle í hlutverki yfirmanns þeirra, hins geðþekka John Bosley, sem kynnti englana fyrir nýjum verkefnum í hverjum þætti. Fyrsta bíómyndin, Charlie’s Angels , var frumsýnd í nóvember árið 2000 og varð eins og búist hafði verið við afar vinsæl, enda létt og skemmtileg í anda sjónvarpsþáttanna og með þremur að vinsælustu leikkonum heims á þeim tíma í aðal- hlutverkum, Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu. Mynd númer 2 var svo frumsýnd í júní 2003 og bar nafnið Charlie’s Angels: Full Throttle . Hún var einnig með þeim Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu í hlutverkum þeirra Natalie, Dylan og Alex, en í þetta sinn var það Bernie Mac sem lék John Bosley. Kíktu á þessar myndir 24. október! Snöggar, snjallar, hættulegar! 100 mín 25. október Teiknimyndir um dráttarbátinn Elías og vini hans Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Norsku verðlaunateiknimyndirnar um björg- unarbátinn Elías og vini hans eru allt í senn litríkar, fyndnar, fræðandi og hæfilega spenn- andi fyrir yngri kynslóðir áhorfenda. Þættirnir um ráðagóða björgunarbátinn Elías og vini hans, Trolla, Kraneyju, Doppu, Kalla, Glað og alla hina, voru fastir póstar í barnatímum sjónvarpsins á árumáður ognutumikilla vinsældabæði smáfólksins og hinna fullorðnu, enda afar vandaðir í alla staði með góðumog gagnlegumboðskap semá alltaf við. Í þessari útgáfu er að finna þætti 46–52 í seríu þrjú. Elías bjargar málunum! 80 mín
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=