Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan
19 Myndir mánaðarins Wild Rose – Ashes in the Snow 18. október 101 mín Aðalhlutverk: Jessie Buckley, Julie Walters, Craig Parkinson og Sophie Okonedo Leikstj.: Tom Harper Útg.: Myndform VOD Drama/tónlist Eftir að hafa afplánað eins árs fangelsisdóm fyrir eiturlyfjasmygl þarf hin 23 ára gamla Rose-Lynn Harlan að finna fjölina sína á ný, þ. á m. gagnvart tveimur börnum sínum sem hún þurfti að skilja eftir í umsjá móður sinnar. WildRose er eftir breska leikstjórannTomHarper ( This Is England ’86 , Peaky Blinders ) og handritshöfundinn Nicole Taylor sem hlaut m.a. BAFTA-verðlaunin í fyrra fyrir handrit sitt að sjónvarpsseríunni Three Girls . Hér segja þau okkur hrífandi sögu af hinni ungu Rose-Lynn sem eftir eins árs fangelsisdvöl er harðákveðin í að láta reyna á þann draum sinn að gerast atvinnusöngkona í Nashville. En fyrst þarf hún að koma undir sig fótunum á ný og öðlast aftur traust og tiltrú sinna nánustu ... Sumir draumar verða að rætast Jessie Buckley þykir aldeilis frábær í aðalhlutverki þessarar gæðamyndar. l Wild Rose hefur eins og sést hlotið toppdóma gagnrýnenda og er með 8,0 í meðaleinkunn á Metacritic, 7,3 í meðaleinkunn á Imdb.com og 93% „fresh“-einkunn á Rotten Tomatoes. l Þótt Jessie Buckley, sem leikur Rose- Lynn, leiki hér skoska konu er hún sjálf írsk í húð og hár. Jessie er fyrir löngu orðin stórstjarna í heimaland- inu, ekki bara fyrir leik heldur einnig fyrir söng og dans, og er spáð miklum alþjóðlegum frama á næstu árum. Hér á landi er hún sennilega þekktust fyrir leik sinn í Chernobyl -þáttunum þar semhún lék Lyudmillu Ignatenko. Punktar .................................................................. HHHHH - Wash. Post HHHHH - C. Tribune HHHH 1/2 - Hollyw. Reporter HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - The Wrap HHHH - Los Angeles Times HHHH - R. Stone HHHH - Empire HHHH - Telegraph HHHH - Observer 18. október 98 mín Aðalhl.: Bel Powley, Jonah Hauer-King, Lisa Kongsli og Sophie Cookson Leikstj.: Marius A. Markevicius Útg.: Myndform VOD Sannsögulegt Hin 16 ára, listhneigða og hæfileikaríka Lina Vilkas býr ásamt foreldrum sínum og yngri bróður Í Litháen árið 1941 og horfir björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir að stríðsvélar bæði Hitlers og Stalíns séu ekki langt undan. Líf hennar og fjölskyldunnar umturnast síðan á einni nóttu þegar sovéska herlögreglan sendir hana í þrælkunarbúðir í Síberíu. Þegar talað er um seinni heimsstyrjöldina beinast sjónir manna oft að grimmd- arverkum nasista gegn gyðingum. Um leið vill það gleymast að aðrar þjóðir eins og t.d. þær sem bjuggu í löndunum við Eystrasalt þurftu líka að líða mikið í stríðinu. Þessi vandaða mynd segir eina sögu af mörgum af ógnarstjórn Stalíns ... Ekki missa vonina Lisa Kongsli og Bel Powley leika mæðgurn- ar Elenu og Linu Vikas í Ashes in the Snow . l Ashes in the Snow er byggð á metsölubók bandaríska rithöfundar- ins Rutu Sepetys, Between Shades of Gray , sem kom út 2011, fór í fyrsta sæti metsölulista New York Times og hefur verið þýdd á 27 tungumál. l Þótt myndin sé hér flokkuð sem „sannsöguleg“ eru það í raun bara aðstæðurnar í henni sem eru sannar en persónurnar eru skáldaðar. Höf- undur sögunnar, Ruta Sepetys, er sjálf af litháískum ættum og byggir frásögn sína á sögulegum heimildum og frásögnum fólks sem upplifði sjálft hinar grimmilegu þjóðhreinsan- ir Stalíns í seinni heimsstyrjöldinni. Punktar .................................................................. HHH 1/2 - FilmThreat HHH - Los Angeles Times HHH - Hollyw. Reporter
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=