Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan

18 Myndir mánaðarins Brie Larson mætti með dýrindis demantsskart- gripi á sýningu skartgriparisans Tiffany & Co. í Shanghai 19. september og brosti að sjálf- sögðu sínu breiðasta við það tilefni. Njósnamynd 116 mín VOD 17. október Þegar Rachel, sem er fyrrverandi njósnari ísraelsku leyniþjónustunnar, hverfur spor- laust í London hefst rannsókn á afdrifum hennar enda óttast yfirmenn Mossad að hún búi enn yfir vitneskju sem í óvina- höndum gæti reynst Ísrael stórhættuleg. Fólk sem kann að meta góðar og trúverðugar njósnasögur ætti að kíkja á þessa mynd sem sagt hefur verið um að innihaldi sanna sögu semþó gerðist aldrei ogmegamenn lesa í þau orð það sem þeir vilja. Martin Freeman leikur hér fyrrverandi tengilið Rachelar sem er feng- inn til að rannsaka hvarf hennar og rifjar í leið- inni upp samstarf þeirra frá upphafi þegar Rachel var send til Írans að njósna um kjarn- orkuáætlun Írana. Getur verið að hún hafi í raun aldrei verið sú sem hún þóttist vera? Njósnarinn sem hvarf Aðalhlutverk: Diane Kruger, Martin Freeman, Cas Anvar, Rotem Keinan, Lana Ettinger, Yohanan Herson og Yoav Levi Leikstjórn: Yuval Adler Útgefandi: Sena Punktar ............................... l Myndin er byggð á bókinni The English Teacher eftir ísraelska rithöfundinn Yiftach R. Atir, enhanner einnig fyrrverandi innanbúðar- maður í ísraelsku leyniþjónustunni. HHH - Variety HHH - N.Y. Times HHH - Screen HHH - The Film Stage HHH - Movie Nation The Operative – Bubbi byggir 18. október 96 mín Íslensk talsetning: Sjá leikara í punktum Leikstjórn: Árni Ólason Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þættirnir um Bubba hafa komið út síðan 1998 og í þessari 20. þáttaröð hefur bæði hann sjálfur og allt hans umhverfi breytt um svip! Þótt þessir nýju þættir um Bubba, sem hófu göngu sína á DVD og á sjónvarpsleig- unum 11. apríl, séu með öðru sniði en áður og útlitið og umhverfið hafi breyst er hjartað á sínum stað. Hér er um að ræða þriðja hluta seríunnar með þáttum 17 til 24 og við hvetjumað sjálfsögðu bæði gamla og nýja aðdáendur til að fylgjast með frá byrjun og upplifa þau fjölmörgu verkefni sem Bubbi tekur sér fyrir hendur ... Bubbi byggir – Þriðji hluti nýrrar seríu l Þættirnir um Bubba byggi eru að sjálfsögðu vandlega talsettir á íslensku svo þau yngstu fái notið þeirra sem best en þýðandi er Hildigunnur Þráinsdóttir. Þau sem ljá persónunum raddir sínar eru m.a. Sigurbjartur Sturla Atlason, Aðalbjörn Tryggvason, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Valdís Eiríksdóttir, Íris Hólm Jónsdóttir, Bjarki Kristjánsson, Steinn Ármann Magnússon, Agla Bríet Einarsdóttir, Karl Páls- son, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Gunnar Ólason . Punktar ..................................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=