Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan
17 Myndir mánaðarins Sannsögulegt 11. október Aðalhlutv: Kostja Ullmann, Jacob Matschenz, Anna M. Mühe og Nilam Farooq Leikstj.: Marc Rothemund Útg.: Myndform 111 mín VOD Sönn saga Saliya Kahawatte sem dreymdi um að fá starf á lúxushótelinu Bayerischer Hof í München og ákvað því að sækja um. Það var bara eitt vandamál: Saliya var svo sjóndapur að segja má að hann hafi verið blindur. Það er oft sagt að sannleikurinn geti verið lygilegri en lygin sjálf og það á við í tilfelli Saliya Kahawatte sem fékk dag einn starf sem þjónn á Bayerischer Hof-hótelinu þrátt fyrir að vera nánast blindur. Honum tókst á ótrúlegan hátt að leyna þessari fötlun fyrir starfsmannastjóranum sem réð hann og í nokkra daga vann hann á hótelinu án þess að upp um hann kæmist. En auðvitað kom að því að lokum að vinnufélagar hans áttuðu sig á því að Saliya sá ekki handa sinna skil, en þá hófst líka önnur og jafnvel enn lygilegri atburðarás sem við förum ekki nánar út í hér. Mein Blind Date mit dem Leben þykir ákaflega skemmtileg mynd í alla staði og fer í flokkmeð bestu „feel good“-myndumársins. Þessmá geta að öll atriðin semgerast á hótelinu voru í raun tekin upp á Bayerischer Hof-hótelinu þar sem sagan gerðist. Ekkert er ómögulegt Kostja Ullmann leikur hinn sjóndapra Saliya í þessari skemmtilegu mynd. Vikings 5: Seinni hluti – Mein Blind Date mit dem Leben 11. október Aðalhlutv.: Gustaf Skarsgård, KatherynWinnick og Alex- ander Ludwig Leikstjórn: Ýmsir Útgefandi: Myndform VOD Víkingar Vikings -þættirnir segja frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók, mönnumhans, fjölskyldu og afkomendum sem nú halda nafni hans og arfleifð á lofti. Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld og segir sagan að hann hafi verið mestur allra víkinga, enda telja margir að hann hafi verið í náðinni hjá Óðni. Af honum fer einnig það orð að enginn hafi verið snjallari honum í herkænsku og þótt heilu herirnir hafi verið sendir á móti honum og mönnum hans bæði í Englandi og Frakklandi tókst honum ávallt að blekkja alla sína óvini og fanga þau verðmæti sem hann sóttist eftir. Í þessum seinni hluta fimmtu seríu þáttanna er Ragnar reyndar horfinn á braut en eftir standa menn hans, fjölskylda og synir sem hafa fengið það verkefni að feta í fótspor hans og halda arfleifð hans á lofti. Sagan af Ragnari loðbrók og ættingjum hans
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=