Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan
13 Myndir mánaðarins Bitch – Official Secrets 4. október 93 mín Aðalhlutverk: Jason Ritter, Marianna Palka, Jaime King og Brighton Sharbino Leikstj.: Marianna Palka Útg.: Myndform VOD Kolsvart grín Þau Bill og Jill eru hjón í millistétt sem eignast hafa fjögur börn en hafa alla tíð átt í ströggli við að halda sér fjárhagslega réttum megin við strikið. Bill hefur þurft að vinnamyrkranna ámilli ámeðan Jill hefur þurft að vera heima með börnin og svo fer að hún bugast af allri pressunni og breytist í hund. Eins og flestir geta lesið út úr innganginum hér að ofan inniheldur Bitch frekar súrrealíska sögu enda veit Bill vart sitt rjúkandi ráð þegar hann kemur eitt sinn heim og krakkarnir hafa lokað mömmu sína niðri í kjallara þar sem hún geltir og urrar og er vís með að bíta hvern þann sem reynir að nálgast hana. Læknar og félagsleg yfirvöld standa ráðþrota gegn þessu og Bill verður að gjöra svo vel og taka sér frí í vinnunni til að hugsa umbörnin. Við það fær hann hjálp frá systur sinni, Beth, en spurningin er hvort hann láti ekki að lokum sjálfur undan pressunni ... Þegar kona breytist í hund Brighton Sharbino og Jason Ritter sem feðginin Bill og Tiffany Hart í Bitch . l Bitch vann til fyrstu verðlauna á Fantasy-kvikmyndahátíðinni í Mont- real í Kanada fyrir handritið sem leik- stjórinn Marianna Palka skrifaði. Hún leikur einnig Jill Hart sem breytist dag einn í hund í myndinni. l Jason Ritter, sem leikur hinn örvinglaða eiginmann og föður, Bill Hart, er eins og nafnið bendir til sonur Johns Ritter og Nancy Morgan. l Þess má geta að þau Jason Ritter og leikstjórinn Marianna Palka voru par á árum áður og hann lék líka í fyrstu mynd hennar, Good Dick , árið 2008. Punktar .................................................................. HHHH - NewYork Times HHH 1/2 - FilmStage HHH 1/2 - IndieWire HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH - Variety HHH - Movie Nation 4. október 111 mín Aðalhlutv.: Keira Knightley, Matthew Goode, Rhys Ifans og Ralph Fiennes Leikstj.: Gavin Hood Útg.: Myndform VOD Sannsögulegt Þann 2. mars árið 2003 birtu blaðamenn breska blaðsins The Observer grein þar sem þeir sýndu fram á að þjóðaröryggisstofnum Bandaríkjanna, NSA, hafði skipulagt, eða reynt að skipuleggja, ólöglegar hleranir í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna til að afla fylgis við innrásina í Írak. Þetta er saga Katharine Gun, uppljóstrarans sem komþessum upplýsingum til blaðsins. Málið vakti að vonum mikla athygli og olli gríðarlegum titringi innan ríkisstjórna Breta og Bandaríkjanna. Böndin bárust strax að Katharine sem var handtekin 5. mars og m.a. sökuð um njósnir. Hún játaði strax að hafa lekið sönnununum til The Observer og í gang fór sérstæður málarekstur sem verður lengi í minnum hafður ... Svikari eða föðurlandsvinur? Keira Knightley leikur Katharine Gun og þykir hreint út sagt frábær í hlutverkinu. l Handrit myndarinnar, sem þykir meistaralega skrifað af leikstjóranum Gavin Hodd og þeim Söru og Gregory Bernstein, er byggt á bókinni The Spy Who Tried to Stop a War: Katharine Gun and the Secret Plot to Sanction the Iraq Invasion eftir hjónin og blaða- mennina Thomas og Marciu Mitchell. l Myndin er gerð með fullu samþykki Katharine Gun og blaðamannanna sem birtu fyrst upplýsingar hennar, Martins Bright og Ed Vulliamy. Þess má geta að á YouTube er að finna einkar fróðlegt viðtal við þá og Katharine um efni myndarinnar. Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - The Observer HHHH - Vulture HHHH - Los Angeles Times HHHH - ScreenDaily HHH 1/2 - Wash. Post HHH 1/2 - Entert. Weekly HHH 1/2 - H. Reporter HHH 1/2 - W.S. Journal HHH 1/2 - C. Sun-Times
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=