Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan
12 Myndir mánaðarins Emma Roberts, sem er nýbúin að leika í tryll- inum The Hunt , var afslöppuð í haustsólinni í Los Angeles 20. september þar sem hún keypti tvo drykki fyrir sig og ónefndan vin. Rómantísk kómedía 97 mín VOD 3. október Charlie er bókasafnsfræðingur sem þjáist af sjaldgæfum tauga- og vöðvasjúkdómi sem nefnist cataplexy en hann lýsir sér þannig að það líður yfir Charlie þegar hannupplifirmiklaog ítrekaða tilfinninga- spennu svo sem reiði, sorg og gleði. Ode to Joy er ljúf og fyndin bresk gamanmynd þar sem húmorinn svífur alltaf yfir vötnunum en undir niðri er alvarleg saga því það er ekkert grín að þjást af þeim sjúkdómi sem Charlie þjáist af og er ólæknanlegur þar sem enginn veit hvað orsakar hann. Vegna þessa ástands hefur Charlie lært að forðast aðstæður þar sem tilfinningum hans gæti verið ögrað og kann best við sig á bóka- safninu eða heima hjá sér í ró og næði. Dag einn gengur hin bráðmyndarlega Francesca inn á bókasafnið og innan nokkurra daga á hún eftir að snúa lífi Charlies algerlega á hvolf ... Reyndu að hemja þig ... Aðalhlutverk: Martin Freeman, Morena Baccarin, Jake Lacy, Melissa Rauch, Shannon Woodward og Adam Shapiro Leikstjórn: Jason Winer Útgefandi: Sena Punktar ............................... l Myndin er byggð á sögu eftir Chris Higgins sem aftur byggði hana á persónulegri reynslu. HHHH - Film Threat HHH 1/2 - L.A. Times HHH - N.Y. Times HHH - RogerEbert.com Ode to Joy – Alvinnn!!! og íkornarnir Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ Barnaefni Alvinnn!!! og íkornarnir 4. október Teiknimyndir með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform 88 mín VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=