Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó

26 Myndir mánaðarins Maleficent: Mistress of Evil Ógnin er ekki alltaf sýnileg Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Michelle Pfeiffer, Elle Fanning, Harris Dickinson, Chiwetel Ejiofor, Sam Riley, Ed Skrein, Imelda Staunton, Juno Temple og Lesley Manville Leikstjórn: Joachim Rønning Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó 118 mín Frumsýnd 18. október l Sagan um álfadrottninguna Maleficent er eins og margir vita spunnin út frá Disney-útgáfunni af sögunni um Þyrnirós, en það var einmitt Maleficent sem lagði þau álög á Þyrnirós (Áróru) að hún myndi stinga sig á snældu á sextán ára afmæli sínu og deyja. Í ár eru liðin 60 ár frá því Þyrnirós frá Disney var frumsýnd árið 1959. l Flestir leikarar í 2014-myndinni snúa hér aftur í sömu hlutverkum nema Brenton Thwaites sem lék Filip prins. Við hlutverki hans tekur nú Harris Dickinson sem sló í gegn árið 2017 í myndinni Beach Rats . l Leikstjóri er hinn norski Joachim Rønning sem gerði það gott með mynd sinni Kon-Tiki árið 2012 og leikstýrði svo Pirates of the Carib- bean: Dead Men Tell No Tales ásamt félaga sínum Espen Sandberg. Fimm ár eru liðin síðan atburðirnir í bíómyndinni Maleficent gerðust og Áróra er nú orðin 21 árs. Þegar hún tekur bónorði Filips prins setur Maleficent sig algerlega upp á móti þeim ráðahag enda grunar hana Ingiríði drottningu, móður Filips, um að vera með ill áform á prjónunum – og hefur rétt fyrir sér. Bíómyndin Maleficent sem var frumsýnd sumarið 2014 sló í gegn á heimsvísu eins og flestir muna og var þá þegar tekin ákvörðun um að gera sjálfstætt framhald af henni. Þann 18. október er komið að frumsýningu þess og segir orðrómurinn að um sé að ræða alveg magnað ævintýri þar sem í engu hefur verið til sparað í sviðsetningu og einstökum tölvubrellum sem þykja stórfenglegar. Fyrir utan sjálfa meginsöguna fáum við einnig að skyggnast betur inn í fortíð Maleficent og kynnast uppruna hennar og er óhætt að lofa áhorfendum að sá hluti sögunnar kemur verulega á óvart ... Angelina Jolie endurtekur hér hlutverk sitt sem álfadrottningin Maleficent sem í þetta sinn stendur frammi fyrir alveg nýrri ógn. Maleficent: Mistress of Evil Ævintýri Punktar .................................................... Michelle Pfeiffer leikur Ingiríði drottningu, móður Filips prins og því tilvonandi tengdamóður Áróru. Hún er ekki öll þar sem hún er séð. I Am Sam. Veistu svarið? Elle Fanning er eins og flestir vita yngri systir Dakotu Fanning en á milli þeirra eru fjögur ár. Þær hafa samt aldrei leikið í sömumyndinni fyrir utan fyrstumyndina sem Elle birtist í tveggja ára gömul árið 2001 en í henni lék Dakota stórt hlutverk. Hvaða mynd var það? Elle Fanning leikur sem fyrr Áróru prinsessu sem nú er orðin fimm árum eldri en hún var í fyrri myndinni og er tilbúin til að giftast. Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=