Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó
22 Myndir mánaðarins Ready or Not Niðurtalningin er hafin Aðalhlutverk: Samara Weaving, Adam Brody, Andie MacDowell, Mark O’Brien, Henry Czerny, Nicky Guadagni, Melanie Scrofano, Elyse Levesque og John Ralston Leikstjórn: Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett Bíó: Smárabíó, Sambíóið Egilshöll og Borgarbíó Akureyri 95 mín Frumsýnd 18. október l Ready or Not var frumsýnd á alþjóðlegu Fantasy-kvikmyndahátíð- inni í Kanada og skömmu síðar á Frightfest í Bretlandi og Fantasy Filmfest í Þýskalandi. Er skemmst frá því að segja að hún fékk afar góðar viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda og þegar þetta er skrifað er hún með 7,2 í meðaleinkunn frá 14 þúsund notendum Imdb og er 88%„fresh“ hjá 208 gagnrýnendum á Rotten Tomatoes. l Handrit myndarinnar er eftir þá Guy Busick og Ryan Murphy og hafa þeir sagt að innblásturinn sé að nokkru leyti borðspilið Clue. Grace er ung kona semþykist hafa himin höndum tekið þegar hún giftist hinum myndarlega Alex Le Domas á óðalssetri fjölskyldu hans enda er hver fjölskyldumeðlimurinn öðrum auðugri. Það semGrace veit ekki er að brúðkaupsnóttin verð- ur að öllum líkindum sú síðasta sem hún lifir – eða hvað? Ready or Not er kolsvartur grín-„slasher“ og fantasía eftir þá félaga Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett sem eru einna þekktastir fyrir sinn hlut í tryllinum V/H/S frá árinu 2012. Hér segja þeir okkur söguna af hinni ungu Grace sem eftir að hafa gengið í hjónaband með sínum heittelskaða Alex Le Domas kemst að því að hún er orðin skotmark allra hinna fjölskyldumeðlimanna sem ætla sér að drepa hana áður en nýr dagur rennur upp. Hver ástæðan fyrir því er upplýsum við ekki hér en lofum að sögulokin koma á óvart ... Það er ástralska leikkonan Samara Weaving sem leikur brúðina Grace og hefur hún fengið mikið lof fyrir marga snilldartakta í hlutverkinu. Ready or Not Hrollur / Svartur húmor / Ráðgáta Punktar .................................................... Leikhópur Ready or Not ásamt leikstjórunum Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett þegar myndin, sem er á góðri leið með að verða einn af óvæntustu bíósmellum ársins, var forsýnd Í Los Angeles 20. ágúst. The O.C. Veistu svarið? AdamBrody leikur stórt hlutverk í myndinni en hann á 25 ára leikafmæli á næsta ári þrátt fyrir að vera aðeins fertugur. Segja má að stjarna hans hafi risið í hæstu hæðir þegar hann lék í gríðarlega vinsælum sjón- varpsþáttum á árunum 2003–2007. Hvaða þáttum? Le Domas-fjölskyldan er sannarlega ekki eins og fólk er flest. HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH - IGN HHHH - Empire HHHH - Vulture HHHH - Variety HHHH - Entert.Weekly
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=