Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó

19 Myndir mánaðarins Goðheimar Jafnvel guðir þurfa á hetjum að halda Aðalhlutverk: Roland Møller, Dulfi Al-Jabouri, Cecilia Loffredo, Saxo Moltke-Leth, Reza Forghani, Salóme Gunnarsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir Leikstjórn: Fenar Ahmad Bíó: Smárabíó, Laugarásbíó, Háskólabíó, Bíó Paradís, Sambíóin Álfabakka, Akureyri og Keflavík og Bíóhúsið Selfossi 100 mín Frumsýnd 11. október l Handrit myndarinnar er eftir leikstjórann Fenar Ahmad og Adam August en það er byggt á teiknimyndinni Valhalla sem Peter Madsen leikstýrði árið 1986, en hún var aftur byggð á hans eigin teiknimyndasögum sem í íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar hlutu heitið Goðheimar og komu út hjá Iðunni á árunum frá 1979 til 2009, og voru svo að hluta til endurútgefnar frá 2010 til 2014. l Goðheimar var að stórum hluta tekin upp á Íslandi, en meðfram- leiðandi hennar var Grímar Jónsson fyrir hönd Netop Films sem framleiddi einnig myndirnar Undir trénu og Héraðið . Þess má svo geta að fyrir utan þær Salóme Gunnarsdóttur og Láru Jóhönnu Jónsdóttur sem leika þær Freyju og Sif sá Kristín Júlla Kristjánsdóttir um hár og förðun og um búningahönnun sá Margrét Einarsdóttir. Goðheimar er stórfengleg og æsispennandi fjölskyldu- og ævintýramynd um ungu víkingasystkinin og Miðgarðsbúana Röskvu og Þjálfa sem koma ásamt þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa til Ásgarðs og eiga sannarlega eftir að reynast hetjurnar sem guðina vantaði. Goðheimar er danskt-íslenskt samstarfsverkefni sem sækir efnið í íslenskar fornsögur, aðallega Snorra-Eddu en einnig í ýmsar aðrar sagnir svo sem Þrymskviðu, Völuspá og Grímnismál. Myndin, sem er talsett á íslensku, verður frumsýnd á sama tíma á Íslandi og í Dan- mörkuogþykir listilega vel gerðaðöllu leyti. Þetta er kjörin skemmt- un fyrir alla sem kunna að meta viðburðaríkar ævintýramyndir. Roland Møller ( Under sandet , Skyscraper ) leikur þrumuguðinn Þór sem einna mest mæðir á í baráttunni við Fenrisúlfinn, jötnana og fleiri óvini goðanna sem stefna að því að leggja Valhöll í rúst. Goðheimar Ævintýri / Fjölskyldumynd Punktar .................................................... ... sem ásamt bróður sínum Þjálfa (Saxo Moltke-Leth) lendir í vægast sagt mögnuðum ævintýrum í Ásgarði þar sem þau ganga í lið með goðunum til að bjarga Valhöll frá algerri tortímingu. Underverden. Veistu svarið? Goðheimar er þriðja bíómynd leikstjórans og hand- ritshöfundarins Fenars Ahmad en sú fyrsta var Ækte vare sem var frumsýnd 2014. Árið 2017 sendi hann svo frá sér frábæra mynd sem hlaut m.a. Bodil- verðlaunin fyrir besta handritið. Hvaða mynd? Cecilia Loffredo leikur víkingastúlkuna og Miðgarðsbúann Röskvu ...

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=