Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó

18 Myndir mánaðarins Everest – Ungi snjómaðurinn Hjálpum honum heim aftur Íslensk talsetning: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Lukas Emil Johansen, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Íris Hólm Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Bjarki Kristjánsson Þýðing: Haraldur Jóhannsson Leikstjórn: Selma Lóa Björnsdóttir Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Álfabakka og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 4. október Nýjasta teiknimyndin frá DreamWorks er gerð af sömu aðilum og gerðu m.a. Shrek - og Madagascar -myndirnar, myndina um Croods-fjölskylduna og Að temja drekann sinn -þríleikinn. Þetta er gullfallegt, fjörugt og dásamlega litríkt ævintýri um ungan snjómann sem sleppur úr prísund ræningja sinna og fær að- stoð þriggja krakka til að komast aftur heim til Himalaja-fjalla. Sagan gerist í Kína og við kynnumst hér ungu tónlistarkonunni og fiðluleikaranum Yi sem verður meira en lítið hissa þegar hún rekst á ungan en risastóran snjómann í felum á þaki blokkarinnar þar sem hún býr. Þeim verður strax vel til vina og þegar Yi áttar sig á að snjómanninum unga hefur verið rænt fær hún vini sína, þá Jin og Peng, til að aðstoða sig við að koma honum aftur heim til fjölskyldu sinnar sem býr á toppi Everest-tinds í Himalaja-fjöllum ... Everest – Ungi snjómaðurinn Fjölskylduskemmtun 97 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=