Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó
14 Myndir mánaðarins Gugu Mbatha-Raw leikur stórt hlutverk í myndinni og sést hér ásamt Edward Norton í hlutverki Lionel Essrog. Matt Damon og Christian Bale leika þá Carroll Shelby og Ken Miles sem tóku höndum saman um að byggja bíl fyrir Ford sem ætti möguleika á að vinna Ferrari í Le Mans-kappakstrinum 1966. Komdu með keppnisskapið! Ford v Ferrari er nýjasta mynd leikstjórans James Mangold ( Logan , The Wolverine , 3:10 to Yuma , Walk the Line ) og verður hún frumsýnd 22. nóvember ef áætlun gengur eftir. Þetta er sönn saga um samstarf kappakstursmannsins Kens Miles og bílasmiðsins og frumkvöðulsins Carrolls Shelby sem árið 1966 fengu 90 daga til að setja saman bíl hjá Ford-verk- smiðjunum sem gæti sigrað Ferrari í Le Mans-kappakstrinum, en Ferrari-bifreiðar báru þá höfuð og herðar yfir aðra kapp- akstursbíla. Við förum ekki út í það hér hvernig þessi tiltekni kappakstur fór eða hvað gerðist í honum, en í myndinni er áherslan fyrst og fremst lögð á stormasamt samband þeirra Kens og Carrolls sem voru gerólíkir karakterar en þurftu að leggja persónulegan ágreining sinn til hliðar ef þeim ætti að takast að smíða bílinn á svona skömmum tíma. Með aðalhlutverkin fara þeir Matt Damon og Christian Bale og að sjálfsögðu eru þeir báðir nefndir sem líklegir kandídatar til Óskars- verðlauna svo og myndin sjálf, leikstjórn hennar og handrit. Við sjáum hvað setur í þeim efnum en myndin, sem hefur verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum, hefur hlotið mjög góða dóma og þykir gefa frábæra innsýn í kappaksturslífið á þessum tíma. Hver myrti Frank? Það hefur ekki mikið borið á Edward Norton á undanförnum árum, eða allt síðan hann var í sviðsljósinu árið 2014 þegar myndirnar Birdman og The Grand Budapest Hotel gerðu það gott. Að vísu hefur hann tekið að sér smærri verkefni síðan þá en ástæðan fyrir því að hann hefur ekki tekið að sér stærri hlutverk er að hann keypti árið 2013 kvikmyndaréttinn að verðlaunabók rithöfundarins Jonathans Lethem, Motherless Brooklyn , og ákvað að gera allt í senn, framleiða myndina, skrifa handritið, leikstýra henni og leika aðalhlutverkið. Myndin er nú svo gott sem tilbúin og verður frumsýnd í byrjun nóvember. Hún segir frá manni einum, Lionel Essrog, sem þjáist af tourette-taugaheilkenninu og starfar hjá einkaspæjara að nafni Frank Minna í New York á sjötta áratug síðustu aldar. Dag einn er Frank myrtur af ókunnum aðila og í framhaldinu kemst fátt annað að í huga Lionels en að finna þann seka og komast að ástæðunni fyrir morðinu. Það er Bruce Willis sem leikur Frank en á meðal annarra leikara í stórum hlutverkum eru þau Willem Dafoe, Gugu Mbatha-Raw, Alec Baldwin, Leslie Mann, Bobby Cannavale og Fisher Stevens. Þess má geta að Edward er sterklega orðaður við Óskarsverðlaun fyrir myndina og þykir frábær í aðalhlutverkinu. Hinir raunverulegu Ken Miles og Carroll Shelby á góðri stundu, sennilega í byrjun árs 1966. Bíófréttir – Væntanlegt Motherless Brooklyn er önnur mynd Edwards Norton sem leikstjóra en þá fyrri, Keeping the Faith , gerði hann árið 2000.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=