Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó

12 Myndir mánaðarins Emilia Clarke og Henry Golding fara með aðalhlutverkin í nýjustu mynd leikstjórans og handritshöfundarins Pauls Feig. Þau Ian McKellen og Helen Mirren leika aðalhlutverkin í The Good Liar og eru bæði sterklega orðuð við tilnefningu til BAFTA-verðlauna fyrir túlkun sína á þeim Roy og Betty, jafnvel tilnefningu til Golden Globe- og Óskarsverðlauna. Lesið á milli línanna Spennu- og sálfræðidramað The Good Liar verður frumsýnt í nóvemberlok en það er byggt á skáldsögu eftir Nicholas Searle og er leikstýrt af margfalda verð- launahafanum Bill Condon sem hlaut m.a. Óskarsverðlaunin á sínum tíma fyrir handrit sitt að myndinni Gods and Monsters , en það var einmitt Ian McKellen sem lék aðalhlutverkið í henni og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir vikið. Ian leikur hér svindlarann Roy Whale sem hefur alla sína ævi lifað á því að féfletta fólk og hefur nú á gamals aldri lært að nota stefnumótasíður til að komast í kynni við auðugar konur. Dag einn kynnist hann slíkri konu, ekkjunni Betty McLeish (Helen Mirren) sem James er fljótur að uppgötva að eigi sennilega eignir og peninga upp á þrjár milljónir punda. Staðráðinn í að hafa sem mest af henni byrjar hann að fara á fjörurnar við hana og er vel tekið, enda kann hann að setja upp sjarma séntilmannsins. En þótt Betty virðist ekki vita umgildruna sem hún er umþað bil að ganga í sjá ættingjar hennar í gegnum Roy og hefja rannsókn á fortíð hans, sem er allt önnur en sú sem hann hefur látið uppi. Smám saman byggist upp mikil spenna í samskiptunum, en það sem Roy finnst einna verst er að honum er í alvörunni farið að þykja vænt um Betty og er því sjálfur kominnmeð efasemdir um að geta klárað svindlið. Þess ber að geta að Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur stórt hlutverk í myndinni og sést hann m.a í stiklu hennar. Aldrei að segja aldrei Last Christmas heitir nýjasta mynd Pauls Feig sem sendi síðast frá sér myndina A Simple Favor en á líka að baki gamansmellina Ghostbusters , Spy , The Heat og Bridesmaids . Myndin sækir bæði heiti sitt og innblástur sögunnar í samnefnt lag Georges Michael og eru flest lögin í myndinni líka eftir hann, þ. á m. lög semhafa lítið eða ekkert heyrst enda aldrei verið gefin út. Sögu- og handritshöfundur er tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Emma Thompson sem hlaut einmitt seinni Ósk- arinn fyrir handritsskrif, þ.e. handritið að gæðamyndinni Sense og Sensibility (1995) eftir sögu Jane Austin. Myndin segir frá Kate sem er dálítið týnd í lífinu og hefur gert hver mistökin af öðrum, bæði hvað varðar atvinnu og í einkalífi. Hún er auk þess staurblönk og ef ekki væri fyrir móður hennar, sem Emma Thompson leikur, væri hún hreint og beint á götunni. Dag einn hittir hún myndarlegan og heillandi mann að nafni Tom en þar sem hún er svo óörugg með sjálfa sig er það ekki fyrr en þau hittast í annað sinn sem þau kynna sig hvort fyrir öðru og alvara kemur í sambandið. En þar með er sagan bara rétt að byrja. Myndin verður frumsýnd 8. nóvember og þykir mjög líkleg til að slá í gegn hjá þeim sem kunna að meta rómantískar kómedíur. Þótt stórleikararnir Helen Mirren og Ian McKellen hafi þekkst vel um árabil og margoft leikið og starfað saman er þetta í fyrsta sinn sem þau leika hvort á móti öðru í bíómynd. Bíófréttir – Væntanlegt Myndin gerist að mestu rétt fyrir jól og í jólaundirbúningnum og má því segja að fyrir utan rómantíkina sem svífur yfir vötnunum, húmorinn sem er allsráðandi og skemmtilega tónlist Georges Michael sé þetta líka fyrsta jólamyndin í ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=