Myndir mánaðarins, september 2019 - Bíó

8 Myndir mánaðarins Brostu þínu blíðasta Joker er tvímælalaust ein af þeim myndum októbermánaðar sem margir bíða hvað spenntastir eftir en hún er jafnframt nýjastamynd leikstjórans Todds Phillips sem á að baki myndir eins og Road Trip , Old School , School for Scoundrels , Due Date , Hangover -myndirnar og svo þá síðustu, War Dogs . Tvær langar stiklur úr myndinni eru nú komnar út og er óhætt að segja að þær gefi góða von um gæði sögunnar, ekki síst vegna þess að Joaquin Phoenix fer á kostum í þeim sem hinn truflaði Arthur Fleck sem á eftir að breyta sér í einn helsta glæpakóng Gotham-borgar, Jókerinn. Sagan í myndinni og handritið er eftir Todd og Scott Silver ( The Fighter ) og er eins og einhver orðaði það ný ímyndun um upp- runasögu Jókersins og hvernig Arthur Fleck breyttist í þennan harðsvíraða, miskunnarlausa en síhlæjandi karakter sem var fljótlega orðinn einn helsti andstæðingur Bruce Wayne, eða öllu heldur Batmans. Er sá orðrómur þegar orðinn sterkur að Joaquin Phoenix sé mjög líklegur kandídat til Óskarsverðlauna fyrir þetta hlutverk. Joaquin Phoenix leikur Arthur Fleck sem þráir að kalla fram bros á hverju andliti en er ekki viss um hvernig hann á að fara að því. Bíófréttir – Væntanlegt Það sem ekki má Danska myndin Dronningen , eða Queen of Hearts eins og hún hefur verið kynnt á ensku á kvikmyndahátíðum að undanförnu, hefur vakið verðskuldaða athygli og þegar hlotið fjölmörg verðlaun, þ. á m. áhorfenda- verðlaunin í World Cinema-flokknum á Sun- dance-kvikmyndahátíðinni síðustu og tvenn verðlaun á Gautaborgarhátíðinni, sem besta norræna myndin og Trine Dyrholm fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. Myndin, sem verður frumsýnd hér á landi í október, segir frá forboðnu sambandi hinnar miðaldra Anne við son eiginmanns síns, Gustav (Gustav Lindh) sem er þá jafnframt stjúpsonur hennar sjálfrar. Eins og gefur að skilja á sambandið eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér þegar upp um það kemst. Skoðið stikluna. Nicole Kidman og Ansel Elgort í hlutverkum sínum í The Goldfinch eftir írska verðlaunaleikstjórann John Crowley. Hvar er gullfinkan? Ein af þeim myndum sem frumsýndar verða í október er The Goldfinch eftir leik- stjórann John Crowley sem síðast sendi frá sér hina rómuðu mynd Brooklyn , en hún hlaut BAFTA-verðlaunin sem besta breska mynd ársins 2015 og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna. Sem fyrr ræðst John ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því The Goldfinch er byggð á samnefndri bók bandaríska rithöfundarins Donnu Tartt sem hlaut Pulitzer-verðlaunin sem besta skáldsaga ársins 2013. Myndin er um ungan dreng sem kemst lífs af úr sprengingu í listasafni í New York þar sem móðir hans lætur lífið og er í framhaldinu sendur í fóstur hjá ríku fólki í borginni. Inn í málið blandast svo forláta málverk af gullfinku sem hvarf í sprengingunni og grunar ýmsa að drengurinn viti hvar það er. Myndin er ein þeirra sem spáð er mörgum verðlaunum á komandi verðlaunahátíðum. Þau Trine Dyrholm og Gustav Lindh hafa fengið ómælt lof fyrir magnaðan leik sinn í þessari áhrifamiklu mynd May el-Toukhy.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=