Myndir mánaðarins, september 2019 - Bíó

6 Myndir mánaðarins Once Upon a Time in ... Hollywood eftir Quentin Tarantino hefur gert það gott í ágúst og verður áfram í sýningu í september. Bíófréttir – Væntanlegt Enginn tími til að deyja 25. James Bond-myndin í þeirri seríu semhófst með myndinni Dr. No árið 1962 (þær eru 28 talsins ef allt er talið með) verður frumsýnd í apríl á næsta ári og nú í ágúst var heiti hennar gert heyrumkunnugt. Það er No Time to Die og vísar sennilega til þess að í myndinni hefur Bond dregið sig í hlé frá leyniþjónustustörfum og hyggst hafa það rólegt það sem eftir er. Sá draumur breytist hins vegar í andhverfu sína þegar kollegi hans hjá bandarísku leyniþjónustunni, Felix Leitner, hefur samband við hann og vill endilega fá hann með sér í átök við harðsnúinn glæpamann sem komist hefur yfir einhvers konar gjöreyðingarvopn. Því getur Bond auðvitað ekki hafnað og heldur því út á völlinn á ný sem eins og ætíð áður er lífshættulegur í meira lagi. En Bond er ýmsu vanur! Næsta Star Wars -mynd er níundi kafli sögunnar og jafnframt sá síðasti í ævintýrinu sem við höfum fylgt í 42 ár, eða síðan 1977. Fyrsta stiklan Níundi kafli meginsögunnar í Star Wars - ævintýrinu sem hóf göngu sína árið 1977, eða fyrir 42 árum, verður frumsýndur 20. desember og heitir The Rise of Skywalker . Um leið er þetta síðasti kafli sögunnar og hafa aðdáendur eðlilega beðið spenntir eftir að sjá hvernig þessu mikla ævintýri lýkur. Í ágúst var fyrst langa stiklan úr myndinni frumsýnd og um leið og það er ljóst að hún mun innihalda mikil átök (lokaátök?) þá virðist hún líka ætla að verða nokkurs konar yfirlit yfir farinn veg. Í stiklunni er nefnilega að finna mörg myndskeið úr eldri myndum þar sem flestum af aðalpersón- um sögunnar í gegnumárin bregður fyrir. Auðvitað gæti þetta verið einhvers konar trix af hálfu framleiðenda, þ.e. að þessi nostalgía sem er í stiklunni sé ekki hluti af The Rise of Skywalker heldur bara liður í að láta hana koma okkur á óvart. Annað eins hefur nú gerst. Sjáumst í bíó! Ágústmánuður hefur veriðmeðmiklumágætumhvað kvikmynda- úrval snertir í kvikmyndahúsunum og ber þar sennilega hæst nýju Tarantino-myndina, Once Upon a Time in ... Hollywood , sem allt kvikmyndaáhugafólk ætti að sjá á stóru tjaldi í bíó, og íslensku myndina Héraðið sem einnig hefur fengið frábæra dóma og á svo sannarlega skilið góða aðsókn. Þegar þetta blað kemur út 30. ágúst verða svo tvær síðustu myndir mánaðarins frumsýndar, þ.e. gamanmyndin Blindedby theLight og svo spennu- oghasarmyndin Angel Has Fallen sem er þriðja myndin um ævintýri lífvarðarins Mikes Banning og sú besta af þeim að margra mati. Og þá eru ekki upptaldar myndirnar Good Boys , myndin um Dóru landkönnuð, hrollvekjan Scary Stories to Tell in the Dark , mafíumyndin The Kitchen og teiknimynd númer tvö um reiðu fuglana og grænu svínin, en þær voru allar frumsýndar í ágúst og eru enn í sýningu þegar þetta blað kemur út. Þess ber að geta að fjölskyldumyndin A Dog’s Journey sem var í ágústblaðinu og á dagskrá 30. ágúst frestaðist um viku og verður frumsýnd 6. september.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=