Myndir mánaðarins, september 2019 - Bíó

30 Myndir mánaðarins Midsommar Látum veisluhöldin byrja Aðalhlutverk: Florence Pugh, Jack Reynor, William Jackson Harper, Vilhelm Blomgren, Will Poulter, Björn Andrésen og Anna Åström Leikstjórn: Ari Aster Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík 147 mín Frumsýnd 27. september l Eins og sést á stjörnugjöfinni hefur myndin hlotið frábæra dóma margra gagnrýnenda rétt eins og fyrri mynd Ara Aster, Hereditary , og má öruggt telja að þeir sem kunnu að meta þá mynd munu kunna að meta þessa. Að sama skapi má segja að hvorug myndin sé fyrir alla áhorfendur og síst af öllu fyrir viðkvæmar sálir. Þótt brestir séu komnir í samband þeirra Christians og Dani ákveður hann að bjóða henni með á miðsumarshátíð í Norður-Svíþjóð sem hann hafði upphaflega ætlað að fara á með tveimur bestu vinum sínum en án hennar. Í ljós kemur að „hátíðin“ er allt annars eðlis en þau hefðu getað ímyndað sér. Midsommar er önnur mynd leikstjórans og handritshöfundarins Ara Aster sem vakti verðskuldaða athygli í fyrra með hinni hrollköldu mynd Hereditary sem margir telja á meðal bestu mynda ársins 2018. Hér býður hann upp á aðra hrollvekjandi veislu sem eins og Hereditary kemur meira og meira á óvart eftir því sem á hana líður og býður upp á sögulok sem munu seint líða þeim úr minni sem sjá. Myndin verður frumsýnd 27. september og þeir sem kunna að meta frumlegar, óháðar og öðruvísi myndir ættu hiklaust að mæta! Ungmennin fjögur sem skella sér á miðsumarshátíðina í Norður- Svíþjóð, Josh, Mark, Dani og Christian, eru leikin af þeimWilliam Jackson Harper, Will Poulter, Florence Pugh og Jack Reynor. Midsommar Ráðgáta / Tryllir Punktar .................................................... Fighting with My Family. Veistu svarið? Stjarna ensku leikkonunnar Florence Pugh heldur áfram að hækka á lofti í heimi leiklistarinnar með leik sínum í þessari mynd, en hún er önnur myndin með henni sem gerir það gott á þessu ári. Hin myndin var frumsýnd í febrúar. Hvaða mynd var það? HHHHH - Guardian HHHHH - R. Ebert HHHHH - Empire HHHHH - Telegraph HHHHH - TimeOut HHHH 1/2 - Slant HHHH 1/2 - E.Weekly HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - IGN HHHH - CineVue HHHH - Rolling Stone HHHH - Total Film Rétt áður en Dani fer á miðsumarshátíðina fær hún hræðilegar fréttir sem hún á erfitt með að komast yfir. Vilhelm Blomgren og Florence Pugh í hlutverkum sínum í Midsommar .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=