Myndir mánaðarins, september 2019 - Bíó
24 Myndir mánaðarins 47 Meters Down: Uncaged Þær komast niður – en komast þær upp? Aðalhlutverk: Sophie Nélisse, Corinne Foxx, Brianne Tju, Sistine Rose Stallone, Brec Bassinger, John Corbett og Nia Long Leikstjórn: Johannes Roberts Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík 90 mín Frumsýnd 13. september l Þær Sistine Rose Stallone og Corrine Foxx, sem leika Nicole og Söshu, eru eins og eftirnöfn þeirra gefa til kynna dætur þeirra Sylvesters Stallone og Jennifer Flavin annars vegar og Jamie Foxx og Connie Kline hins vegar. Þær eru hér báðar að leika í sinni fyrstu bíómynd. l Fyrri 47 Meters Down -myndin sem var frumsýnd 2017 varð óvæntur smellur í kvikmyndahúsum en hún var gerð fyrir aðeins fimmmilljónir dollara. Það var því lagður mun meiri peningur í þessa mynd sem kunnugir segja að hafi skilað sér vel í betri sviðsetningu, viðameiri kvikmyndatöku, fleiri brellum og í heildina séð mun meiri spennu. Fjórar unglingsstúlkur og skólasystur, Mia, Sasha, Alexa og Nicole, eru sumarfríi í Mexíkó þegar þær fá þá hugdettu að kafa niður í nokkurs konar völundarhús hella þar semm.a. má sjá leifarnar af fornri borg. Það reynist vera slæm hugmynd. Hákarlamyndir eru fyrir löngu orðnar sér flokkur innan kvikmynd- anna enda hafa þær skotið upp kollinum með nokkuð reglulegu millibili allar götur frá því að meistaraverkið Jaws eftir Steven Spielberg sló rækilega í gegn árið 1975 og lagði þann grunn að hákarlamyndir hafa æ síðan átt traustan aðdáendahóp sem mætir á þær. Þann 13. september bætist enn ein slík mynd við en hún er eftir enska leikstjórann Johannes Roberts, þann sama og sendi frá sér hákarlamyndina 47 Meters Down sumarið 2017. Þessi nýja mynd er ekki framhald af þeirri sögu en ber samt framhaldsnafnið 47 Meters Down: Uncaged og segir frá fjórum unglingsstúlkum sem komast í hann krappan þegar þær kafa niður í rústir fornrar borgar og uppgötva að þar ráða ríkjum hættulegustu hákarlar í heimi sem hafa ekkert á móti því að hafa ferskar unglingsstúlkur í matinn ... Brianne Tju, Sistine Rose Stallone, Sophie Nélisse og Corinne Foxx leika stúlkurnar fjórar, þær Alexu, Nicole, Miu og Söshu. 47 Meters Down: Uncaged Tryllir Punktar .................................................... Resident Evil. Veistu svarið? 47Meters Down: Uncaged er tíunda bíómynd leikstjór- ans Johannesar Roberts, en hann er nú byrjaður á sinni næstumynd sem jafnframt verður dýrastamynd hans til þessa. Um er að ræða fyrstu myndina í nýrri seríu sem byggð er á þekktum tölvuleikjum. Hvaða? Hellarnir reynast vera afar merkilegir en um leið stórhættulegir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=