Myndir mánaðarins, september 2019 - Bíó
22 Myndir mánaðarins Playmobile: Bíómyndin Sumar hetjur eru úr plasti Íslensk talsetning: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Arnaldur Halldórsson, Hjálmar Hjálmarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Eyþór Ingi Gunnlaugsson Jón Ragnar Jónsson, Orri Huginn Ágústsson, Laddi, Steinn Ármann Magnússon, Íris Hólm Jónsdóttir, Vaka Vigfúsdóttir og Álfrún Helga Örnólfsdóttir Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Þýðing: Haraldur Jóhannsson Kór- og tónlistarstjórn: Björn Thorarensen Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 13. september Þegar Marla og litli bróðir hennar eru fyrir einhverja galdra flutt inn í veröld Playmobile þar sem þau breytast sjálf í Playmobile- fígúrur hefstævintýri semóhætt er að segja að sé enguöðru líkt. Þýsku Playmobile-leikföngin komu fyrst á markað árið 1974 og það leið ekki á löngu uns þau höfðu náð gríðarlegum vinsældum í leikfangaverslunum um allan heim. Þann 13. september verður fyrsta bíómyndin sem byggist á þessum leikföngum frumsýnd en hún segir frá ævintýralegri för hinnar 18 ára gömlu Mörlu og litla bróður hennar inn í hinar ýmsu veraldir Playmobile þar sem hættur eru á hverju horni en einnig mikil gleði og húmor auk þess sem persónur sögunnar eiga það til að bresta í söng og dans við hin ýmsu tilefni. Þetta er kjörin fjölskylduskemmtun sem krakkar á öllum aldri eiga alveg örugglega eftir að hafa mjög gaman af ... Playmobile: Bíómyndin Fjölskylduskemmtun 99 mín
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=