Myndir mánaðarins, september 2019 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Sjálfa mánaðarins Ein af myndum mánaðarins núna í september er Downton Abbey sem frumsýnd verður 20. september og lesa má um á bls. 26 hér aftar í blaðinu. Af því tilefni birtum við þessa skemmtilegu mynd af nokkrum leikurummyndarinnar að taka sjálfu, en þetta eru þau Jim Carter, Raquel Cassidy, Brendan Coyle, Kevin Doyle og Phyllis Logan sem aðdáendur sjónvarpsþáttanna kannast áreiðanlega vel við. Nóg að gera hjá Brad Pitt Já, það hafa verið annir hjá Brad Pitt að undanförnu enda hefur hann ferðast um allan heim á umliðnum vikum til að taka þátt í kynningumáTarantino-myndinni OnceUpona Time in ... Hollywood þar semhann þykir reyndar stela senunni í nokkrumatriðum. Næst á dagskrá hjá honumeru enn fleiri ferðalög, í þetta sinn til að kynna myndina AdAstra semverður frumsýnd seinni hlutann í september og margir bíða spenntir eftir að sjá hvaða viðtökur fær. Eftir þá törn byrjar hann svo á undirbúningi fyrir leik í næstu mynd Óskarsverðlaunahafans Damiens Chazelle ( Whiplash , La La Land, First Man ) en hún nefnist Babylon og er sögð gerast á sama stað og á svipuðum tíma og Once Upon a Time in ... Hollywood . Lítið annað er vitað um hana nema að Emma Stone, sem lék einmitt eitt aðal- hlutverkið í La La Land , mun leika aðalkvenhlutverkið á móti Brad. Ef allt fer samkvæmt áætlun þá á fjórða Matrix -myndin að koma í bíó eftir þrjú ár, 2022. Það verður gaman að endurnýja kynnin. Fjórða Matrix-myndin í bígerð Þær óvæntu fréttir bárust út í kvikmyndakosmóið á dögunum að búið væri að gefa grænt ljós á gerð fjórðu Matrix -myndarinnar en eins og flest kvikmyndaáhugafólk veit þá var fyrsta myndin frum- sýnd árið 1999 og naut þvílíkra vinsælda að tvær framhaldsmyndir fylgdu í kjölfarið, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions , sem voru frumsýndar með nokkurra mánaða millibili árið 2003. Töldu þá margir að sagan væri fullsögð enda gáfu höfundarnir, Wachowski-bræður (sem nú eru systur), það skýrt til kynna með bæði yfirlýsingum og að sjálfsögðu endinum á þriðju myndinni. Þess vegna koma þessa fréttir á óvart og þeir eru örugglega margir sem langar nú mikið að vita hvaða söguhugmynd er hér að baki. Það kemur væntanlega í ljós með tímanum en hitt er þegar orðið ljóst að þau Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss munu snúa aftur sem þau Neo og Trinity og að það er Lana Wachowski sem mun leikstýra og skrifa handritið ásamt Aleksandar Hemon og rithöfundinum David Mitchell sem skrifaði skáldsöguna Cloud Atlas . Og nú er bara að bíða í nokkur ár eftir nánari upplýsingum. Bíófréttir – Væntanlegt Grettukeppni mánaðarins Þau Jessica Chastain og Bill Hader hittust á dögunum á forsýningu myndarinnar It: Chapter Two og fóru af því tilefni í létta keppni um hvort þeirra gæti betur hermt eftir munnsvip hins ógnvekjandi trúðs Pennywise sem persónur þeirra glíma við í myndinni. Engum sögum fer af því hvort þeirra vann keppnina. Hjón mánaðarins Þau Danielle Macdonald og Jamie Bell eru ekki hjón í alvörunni heldur leika þau hjónin Bryon og Julie í sannsögulegu myndinni Skin sem verður frumsýnd 20. september og lesa má um á bls. 25 hér aftar í blaðinu. Er það mál manna sem séð hafa þá mynd að þau sýni bæði algeran snilldarleik í hlutverkum sínum og segja margir að þau ættu skilið að vera tilnefnd til helstu verðlauna fyrir samleik sinn og túlkun á persónunum. Þessi mynd af þeim var tekin þegar þauhittust á ný á forsýningumyndarinnar í Los Angeles á dögunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=