Myndir mánaðarins, september 2019 - Bíó

12 Myndir mánaðarins Barist við sjálfan sig Það hlakka örugglega margir til að sjá nýjustu mynd tvöfalda Ósk- arsverðlaunahafans Angs Lee, Gemini Man , en þar er á ferðinni spennu- og hasarmynd með vísindaskáldsöguívafi sem svo sann- arlega lofar góðu fyrir þá sem hafa smekk fyrir slíkummyndum. Myndin segir frá sérsveitarséníinu og leigumorðingjanum Henry Brogan sem dag einn verður sjálfur skotmark illra manna sem vilja hann feigan. Í ljós kemur að sá sem er ætlað að drepa hann er í raun klónn af honum sjálfum, bara mörgum árum yngri og sennilega mörgum sinnum hættulegri. Í gang fer hörku- barátta sem fólk getur fengið forsmekkinn af í frábærri stiklunni en hún segir manni að þetta verði einn af stærri smellum ársins í kvikmyndahúsum. Með helstu hlutverk fyrir utan Will Smith fara þau Clive Owen og Mary Elizabeth Winstead, en við kíkjum nánar á myndina í næsta blaði. Will Smith leikur á móti sjálfum sér í Gemini Man þar sem hann er yngdur upp með tölvutækni í öðru hlutverkinu rétt eins og gert var í tilfelli Samuels L. Jackson í myndinni Captain Marvel . Bíófréttir – Væntanlegt Leikstjóri Gemini Man , Ang Lee, er eins og flestir vita marg- faldur verðlaunahafi og á að baki myndir eins og Crouching Tiger Hidden Dragon , Sense and Sensibility , Life of Pi , Broke- back Mountain og Billy Lynn’s Long Halftime Walk . Heimsins furðulegasta fjölskylda og ungur snjómaður sem ratar ekki heim. Þeir sem hafa gaman af góðum teikni- myndum eiga von á veislu í október þegar tvær slíkar verða frumsýndar. Sú fyrri er byggð á sögum rithöfundarins Charles Addam um Addams-fjölskylduna furðu- legu, en eftir þessum sögum voru gerðir afar vinsælir sjónvarpsþættir á sínum tíma og svo bíómyndir í kjölfarið sem gengu vel. Í þessari nýju teiknimynd verða dálítil kafla- skil í sögu Addams-fjölskyldunnar þegar heimasætan Wednesday byrjar í nýjum skóla þar semhún á fljótlega eftir að hræða líftóruna úr mörgum samnemenda sinna. Þetta kallar auðvitað á mótmæli bæjarbúa sem vilja ekki bara losna við Wednesday úr skólanum heldur fjölskylduna alla fyrir fullt og allt og ákveða að gera heiðarlega tilraun til að svo megi verða. Tekst það? Seinni teiknimyndin er jafnframt sú nýjasta úr smiðju Dreamworks-kvikmyndarisans og er eftir sömu aðila og gerðu myndirnar um Hiksta og Tannlausan í trílógíunni Að temja drekann sinn . Myndin, sem heitir Abominable á ensku en hefur fengið íslenska heitið Everest – Litli snjómaðurinn , segir frá ungri stúlku að nafni Yi sem verður heldur betur hissa þegar„lítill“ snjó- mannsstrákur úr Himalæjafjöllum leitar skjóls í híbýlum hennar á flótta undan manninum sem veiddi hann og flutti hann til borgarinnar. Snjómannsstrákurinn, sem heitir Peng, þráir auðvitað ekkert heitar en að komast aftur heim til sín og að sjálfsögðu ákveður Yi að hjálpa honum að láta þá ósk rætast. Við fjöllum betur um þessar tvær teiknimyndir í næsta blaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=