Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó
13 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Fleiri hákarlar Hákarlamyndir eru fyrir löngu orðnar sér flokkur innan kvikmyndanna enda hafa þær skotið upp kollinum með nokkuð reglulegu millibili allar götur frá því að meistaraverkið Jaws eftir Steven Spielberg sló rækilega í gegn árið 1975 og lagði þann grunn að hákarlamyndir hafa æ síðan átt traustan aðdáendahóp sem mætir á þær. Í ágúst bætist enn ein slík mynd við en hún er eftir enska leikstjórann Johannes Roberts, þann sama og sendi frá sér hákarlamyndina 47 Meters Down sumarið 2017. Þessi nýja mynd er ekki framhald af þeirri sögu en ber samt framhaldsnafnið 47 Meters Down: Uncaged og segir frá fjórum unglingsstúlkum sem komast í hann krappan þegar þær kafa niður í rústir fornrar borgar og uppgötva að þar ráða ríkjum hættulegustu hákarlar allra tíma sem hafa ekkert á móti því að fá ferskar og bragðgóðar unglingsstúlkur í matinn. Kíkið á stikluna. Ágústhrollurinn Hrollvekjuunnendur þurfa að fá sinn skammt eins og venjulega og í ágúst verður þeimboðið upp á nýjustu mynd norska leikstjórans André Øvredal sem gerði m.a. meistaraverkið Trolljegeren árið 2010 og sendi síðast frá sér hina mögnuðu mynd The Autopsy of Jane Doe þar sem hann fór létt með að senda hrollkalda strauma niður bakið á áhorfendum án þess að notast við kvikmyndabrellur að ráði eða blóð. Þá leið fer hann væntanlega einnig í nýjumyndinni semheitir Scary Stories toTell in theDark og segir frá nokkrumunglingumsem finna gamla bók með draugasögum og komast að því að þegar þær eru lesnar verða þær að veruleika þeirra. Myndin er byggð á bók eftir Alvin Schwartz og það er enginn annar en Guillermo del Toro sem framleiðir myndina og skrifar handritið í samvinnu við aðra. Þessi mynd gæti hæglega slegið hressilega í gegn! Nú mætir hann! Glöggir lesendur blaðsins muna kannski að við sögðum frá því í febrúarblaðinu aðmyndin The Informer væri væntanleg í bíó í mars enda stóð það til á þeim tíma. Frumsýningunni var hins vegar frest- að af ókunnum ástæðum fram í ágúst þannig að það er full ástæða til að minna á hana aftur núna. The Informer er byggð á bókinni Þrjár sekúndur eftir sænska tvíeykið Anders Roslund og Börge Hellström sem kom út árið 2009 og var rómuð sem ein albesta spennusaga þess árs. Þar fer sænski leikarinn Joel Kinnaman með hlutverk uppljóstrara að nafni Pete Koslow sem óhætt er að segja að lendi á milli steins og sleggju þegar hann neyðist til að láta loka sig inni í fangelsi svo hann geti nálgast harðsvírað glæpagengi innan frá. Fram að því hafði fjölskylda hans ekki haft hugmynd um við hvað hann starfaði og lendir í framhaldinu í stórhættu á meðan Pete er lokaður inni. Við förum ekki nánar út í óvæntan og æsispennandi söguþráðinn hér en bendum á kraftmikla stikluna. Nú er það svart! Sérsveitarmaðurinn og lífvörðurinn Mike Banning mætir í þriðja sinn á hvítu tjöldin í ágúst eftir að hafa gert garðinn frægan í hasarmyndunum Olympus Has Fallen árið 2013 og síðan London Has Fallen sumarið 2017. Nýja myndin nefnist Angel Has Fallen og lætur verk- efnin semMike þurfti að leysa í fyrri tveimurmyndunum líta út eins og leikskólaverkefni því nú er það hann sjálfur sem er grunaður um að hafa ætlað að myrða forsetann sem hann hefur svarið að vernda. Þar með fær hann sína eigin leyniþjónustu á hælana og þarf á öllu sínu að halda til að sanna að hann hafi verið leiddur í gildru áður en það er of seint. Sem fyrr er það Gerard Butler sem leikur Mike og í þetta sinn fær hann aðstoð frá föður sínum (Nick Nolte) sem þrátt fyrir að vera orðinn áttræður er ekkert blávatn þegar á reynir. Leikstjóri er Ric Roman Waugh sem síðast sendi frá sér hina kraftmiklu og góðu mynd, Shot Caller . Sjáið stikluna!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=